Atlakviða er eitt af Eddukvæðum. Hún fjallar um Guðrúnu Gjúkadóttur, sem hefnir grimmilega dauða bræðra sinna, þeirra Högna og Gunnars. Þeir heimsækja Atla, sem er eiginmaður Guðrúnar, en hann girnist gull þeirra. Gunnar segist segja Atla hvar gullið sé ef hann fái hjarta Högna bróður síns, en vildi í rauninni aðeins láta drepa Högna svo hann vissi leyndarmálið einn. Hann fór svo með leyndarmálið í ormagryfjuna sem Atli hafði búið honum.
Þegar Atli kemur aftur heim, eftir að hafa nýlokið við að drepa bræður Guðrúnar, hefnir hún dauða þeirra með því að láta Atla borða syni sína, en hann borðar þetta kjöt í góðri trú um að þetta sé kjöt af ungviði (ungu dýri). Þegar Guðrún segir Atla hið sanna fyllist hann harmi en nær ekki til Guðrúnar sökum ölvunar. Guðrún nær að sleppa út úr ölstofunni og kveikir hún í höllinni þannig að allir sem inni voru deyja.
Atlakviða er spennandi átakasaga sem segir frá raunum
Guðrúnar Gjúkadóttur. Hún er kviða
sem allir ættu að lesa, sér til gagns og gamans!