Guðrún (gengur á móti Atla með bikar í hendi, segir kaldhæðnislega): Atli minn, maturinn er til elskan, ég er með kjöt af nýslátruðu.
(Atli og menn hans ganga til borðs og skála í víni, þegar allir eru vel í því gengur Guðrún til Atla.)
Atli: Rosalega var þetta gott, Guðrún mín, ég er alveg að springa.
Guðrún: Njóttu vel og lengi, svona áttu aldrei eftir að fá aftur. Þú varst einmitt að enda við að borða hunangsmarineruð hjörtu sona þinna! Núna skaltu detta í það og æla í hásætið. Hugsaðu þér bara, þú átt aldrei eftir að kalla Erp og Eitil til þín aftur, aldrei eftir að sjá þá leika sér oftar!
(Nú taka kveinstafir að hljóma, allir í höllinni gráta, nema Guðrún. Ekkert virðist geta haggað henni. Atli liggur ofurölvi og getur ekki hreyft sig. Guðrún rekur hann spjóti í gegn og drepur hann. Svo kveikir hún höllinni og allir sem þar eru inni deyja.)
Sögumaður: Guðrún olli dauða þriggja konunga á ævi sinni. Þetta hefur engin önnur kona afrekað svo vitað sé, geri aðrar betur!