Sendiboði: Atli konungur vill endilega að þú, Gunnar og Högni, bróðir þinni, komi í heimsókn til Húnaríkis. Hann mun gefa ykkur gull og græna skóga ef þið komið.
Gunnar: Högni bróðir, hvað finnst þér að við ættum að gera? Ég vissi nú ekki að nokkur ætti svo mikið gull að við ættum ekki meira. Við eigum beittustu sverðin, skrautlegustu bogana og ég á fallegasta hestinn. Við eigum einfaldlega allt miklu betra en Húnar!
Högni: Ja, hvað heldur þú að Guðrún systir hafi meint með því að senda okkur hring, vafinn í úlfshár? Ég held svei mér þá að hún hafi verið að vara okkur við einhverjum hættum.
Sögumaður: Ættingjar og ráðgjafar Gunnars vöruðu hann við því að fara en allt kom fyrir ekki.
Gunnar: Hei, drykkjustjóri! Láttu hendur standa fram úr ermum og reyndu að gera eitthvað af viti!
Sögumaður: Heimamenn kvöddu nú bræðurna með tárum áður en þeir lögðu af stað með nesti og nýja skó. Þeir þeystu fyrir fjöll og firnindi en komu loks til hallar Atla. Þeim bræðrum þótti þetta hin ágætasta höll og þar inni sat Atli við drykkju. Úti fyrir var hins vegar allt morandi af vopnuðum hermönnum.
Högni: Vá, flott höll ... nei, þarna er Guðrún systir. Komum og spjöllum við hana. Heyrðu Gunnar, hún er eiginlega edrú - það er eitthvað nýtt!
Guðrún: Drífðu þig út strax, Gunnar: Nú er heldur betur búiðað plata þig! Hvernig ætlarðu eiginlega að losna úr þessum vandræðum? Það hefði nú verið viturlegra hjá þér, Gunnar bróðir, að koma í brynju og með hermenn til atlögu við Atla en nú mun það öfugt verða. Þið Högni lendið ormum hjá, í stað Atla.
Gunnar: Nú er um seinan, systir, að safna liði hermanna, því að langt er að leita.
(Er Gunnar nú tekinn höndum, en Högni nær að drepa átta menn Atla, áður en hann er handsamaður. Gunnar er svo spurður hvort hann vilji kaupa líf sitt með gulli.)
Gunnar: Ég vil hjartað úr Högna bróður.
(Skera hermenn þá hjarta úr þræl Atla og bera á borð til Gunnars.)
Gunnar: Þetta er hjarta úr Hjalla, þræl Atla, og er ekkert líkt hjarta Högna bróður, þetta skelfur af hræðslu!
(Er þeir skáru hjartað úr Högna hló hann til að sýna hve hugrakkur hann er. Báru þeir það svo til Gunnars.)
Gunnar: Hérna hef ég hjarta Högna, þetta hjarta er sterkt en ekki aumt eins og hjartað úr Hjalla. Gott var nú að losna við Högna bróður, vegna þess að nú veit ég einn hvar fjársjóður Niflunga er falinn. Gullið er nú betur komið í ánni Rín en í aumum höndum Húna.
Atli: Ýtið vagninum af stað, Gunnar er bundinn.
(Hinn mikli Atli reið Glaumi, er hafði mikið fax, og var Atli búinn miklum vopnum. En Guðrún grét sárum tárum vegna missis bræðra sinna.)
Guðrún: Þú sveikst Gunnar, bróður minn. Ég vona að þú verðir líka illa svikinn einhvern tímann!
Sögumaður: Síðan var farið með Gunnar á aftökustað þar sem skríllinn kastaði honum í holu, fulla af ormum. Þar settist hann niður, öskuillur og byrjaði að spila á hörpuna sína. Atli forðaði sér heim, þar sem Guðrún tók á móti honum.
Guðrún: Komdu, Atli minn, og fáðu þér úrvals kjöt af nýslátruðu.
Atli: Umm, á diskinn minn, eitthvað mjúkt og safaríkt ...
Sögumaður: Þá hrúguðust inn fúlskeggjaðir durgar og skáluðu fyrir Atla en Guðrún bar bjór til þeirra. Þegar Atli var búinn að éta sagði hún honum ljóta sögu.
Guðrún: Var maturinn ekki eins góður og ég lofaði? Nú skal ég segja þér hvað þetta var. Þú varst rétt í þessu að éta hunangssteikt hjörtun úr sonum okkar! Já, þú heyrðir rétt! Þú munt aldrei aftur fylgjast með þeim leika sér eða sitja undir þeim! HA HA!
Sögumaður: Allir á svæðinu fóru að hágrenja nema Guðrún, sem aldrei hafði brynnt músum vegna látins ástvinar. Samt var hún ekki kaldlynd. Jæja þá, nú var Atli ofurölvi og gat ekki varist Guðrúnu og því drap hún hann og kveikti svo í höll hans og allir viðstaddir brunnu inni (nema hundarnir). Þannig hefndi hún bræðra sinna. Engin önnur kona hefur gert slíkt fyrr eða síðar. Um ævina varð hún völd að dauða þriggja konunga. Geri aðrir betur!