Þar kemur fram að maður eigi að vera ánægður með lífið þangað til maður deyr.
Maður sem ekki hefur félagsskap annars fólks getur ekki orðið hamingjusamur, heldur veslast hann upp. Fyrir slíkt fólk er tilgangslaust að lifa.
Ef maður er of vitur getur maður ekki glaðst því hann sér allt fyrir og hefur stöðugar áhyggjur af því slæma sem hendir alla öðru hverju.
Mikilvægt fyrir menn er að hafa eld og sjá til sólar, þ.e. hafa birtu og yl.
Gott er að hafa góða heilsu, lifa siðsömu lífi og vera ófatlaður. En þótt heilsan bresti getur maður glaðst yfir ættingjum sínum, eignum og vel unnum verkum.