Ekki á maður að vera vinur óvina vinar síns heldur vinur vina sinna.
Ef maður á vin á maður að treysta honum og trúa fyrir sínum leyndarmálum, ef maður vill að hann sé góður vinur. Maður skal heimsækja hann oft og gefa honum gjafir.
Óvinum sínum skal maður gjalda illt með illu. Ef mann grunar einhvern um illt innræti skal maður brosa framan í hann og segja þveröfugt við það sem þú hefðir viljað segja, smjaðra fyrir honum.
Ef maður á enga vini eru maður einmana og auðnulaus, því maður er manns gaman.