Eftir að hafa drepið Hunding í Bragalundi flúði hann með her sinn til Brunavoga, á landi Högna og hitti þar Sigrúnu Högnadóttur í fyrsta skipti, þau urðu svo ástfangin.
Granmar hét konungur einn er bjó að Svarinshaugi. Hann átti soninn Höðbrodd sem Sigrún var látin trúlofast án eigin samþykkis. Þegar hún frétti það varð hún frávita og fór að leita að Helga, sem þá var að berjast við syni Hundings í Logafjöllum. Loks hittust þau á Arasteini.
Helgi safnaði þá saman her sínum og sigldi að Frekasteini. Þar voru staddir fyrir að Móinsheimum, Högni, faðir Sigrúnar, og bræður hennar, Bragi og Dagur. Einnig Granmarssynir með her sinn og margir fleiri höfðingjar. Helgi og menn hans drápu alla, en hlífðu Degi Högnasyni. Starkaður Granmarsson féll að Styrkleifum og Hrollaugssynir á Hlébjörgum.
Dagur hefndi föður síns með því að drepa Helga í Fjöturlundi. Svo fór hann heim til Sigrúnar sem bjó í Sefafjöllum og sagði henni tíðindin., Hann sagðist mundu gefa henni Vígdali og Vandilsvé í skaðabætur.
Haugur Helga var gerður nálægt Sefafjöllum. Helgi fór til Valhallar um Bifröst. Þaðan stalst hann eina nótt til að heimækja Sigrúnur, eins og segir nánar í kvæðinu.