Sigrún, ein af aðalpersónum kviðunnar, er valkyrja, og því gædd þeim yfirnáttúrulegu hæfileikum að geta flogið um loftin blá á hestinum sínum.
Í bardaga Helga við Granmarssyni missir einn maður (konungur) höfuðið en hann heldur áfram að berjast HAUSLAUS!
Dagur Högnason, bróðir Sigrúnar, ákveður að hefna föður síns og bróður. Hann gerir sér lítið fyrir og kallar bara á Óðin (hinn eina sanna). Óðinn lánaði Degi galdraspjót. Dagur drepur Helga og hann fer til Valhallar. Þar býður Óðinn honum að ráða til jafns við sig.
Ambátt Sigrúnar gengur að haugi Helga og sér dauða menn koma ríðandi, þar á meðal Helga. Hún veltir vöngum yfir hvort þetta séu ofsjónir, heimsendir eða þeir hafi fengið heimfararleyfi frá Valhöll. Helgi neitar öllu. Ambáttin nær í Sigrúnu og segir henni tíðindin. Ambáttin segir: "Haugurinn er opinn, Helgi er kominn. Það blæðir úr sárum hans. Hann biður þig, Sigrún, að koma og stöðva blæðinguna". Miklir fagnaðarfundir verða þegar Helgi og Sigrún hittast. Sigrún svaf hjá Helga þótt dauður væri - hvernig er það mögulegt!!! Helgi snýr svo aftur til Valhallar, eftir regnboganum (Bifröst).
Er ambátt Sigrúnar sá Helga eftir andlát hans fannst henni þetta vera draugur. Vorkenndi hún Helga því hann var allur ataður blóði eftir tár Sigrúnar.
Sigrúnu sjálfri fannst alveg frábært að
geta séð ástina sína aftur. Henni fannst gott
að geta hlaupið upp um hálsinn á honum og skipti
það engu þótt hann væri útataður
í blóði. Hún vildi trúa að Helgi væri
endurborinn en er hún vissi sannleikann gerði hún þeim
gott og bjó upp notalegt rúm. Það má kallast
ótrúlegt að Helgi geti komið aftur, talað við
og kysst Sigrúnu eins og hann hafi aldrei dáið né
farið til Valhallar.