Við Óðin sagði hann að Óðinn gæti aldrei útkljáð bardaga milli manna og hann hafi oft gefið þeim daufari sigurinn. Einnig sagði hann um Óðin að hann hefði eflt seið og barið á trumbur eins og spákona og farið í galdramanns líki og þetta taldi Loki sýna eðli sem væri ósamboðið karlmanni.
Við Njörð sagði hann að Njörður hefði eignast son með systur sinni sem var þó ekki verra en von var á.
Við Tý sagði hann að Týr hefði aldrei getað borið sáttarorð milli tveggja manna og svo talaði hann um hvernig Fenrisúlfur sleit höndina af Tý.
Við Frey sagði hann að Freyr hefði keypt sér Gymis dóttur og selt sverð sitt til þess og gæti ekkert án sverðsins.
Við Byggvii sagði hann að Byggvir væri aumingi sem dinglar rófunni og gerði allt fyrir Frey. Hann sagði einnig að Byggvir væri eigingjarn.
Við Heimdall sagði hann að Heimdalli væri hið ljóta líf um lagið.
Við Þór sagði hann að Þór ætti aldrei að segja frá Austurförum sínum og rakkaði hann meir niður.