Iðunn; Loki segir hana vera svo sólgna í karlmenn að hún geti ekki einu sinni látið manninn, sem drap bróður hennar, í friði.
Gefjun: Loki segir að það sé auðvelt að kaupa hana. Maður þurfi bara að gefa henni skartgripi og hún hoppar upp í rúm!
Frigg: Loki segir að hún stundi fjölveri, því giftist bræðrum Óðins, þeim Víla og Vé, meðan Óðinn var fjarverandi.
Freyja: Loki segir hana alls ekki gallalausa og hún stundi hór með álfum og ásum. Hann kallar hana galdranorn og mjög illgjarna. Einnig segir hann að hún myndi síst af öllu elska bræður sína - frekar myndi hún leysa vind!
Beyla: Lokir segir hana mjög illgjarna og kallar hana ófreskju og skítuga þernu.
Svívirðingar Loka í garð ásynja ganga aðallega út á það að hann kallar þær hórur og segir að þær séu allar skítugar druslur og vændiskonur.