Hann hristi hárið á sér og skeggið og öskraði á Loka: "Heyrðu Loki, einhver hefur stolið hamrinum mínum!"
Þeir fóru til Freyju,
því hún átti fjaðurham, sem þeir gátu
klætt sig í til að fljúga og leita að hamrinum.
Freyja lánaði þeim fjaðurhaminnn og Loki flaug til
Jötunheima, því þar var líklegast að
hamarinn væri.
"Jahá, ég stal honum og gróf hann djúpt niður í jörðina, þar sem þið finnið hann aldrei!" sagði Þrymur og hló tröllslega. "Þið fáið hann ekki aftur nema Freyja komi til Jötunheima og giftist mér, ha ha ha!"
Svo Loki flaug aftur heim og sagði Þór tíðindin. Þeir fóru þá aftur í heimsókn til Freyju. Þegar þeir hittu hana sagði Loki: "Þrymur þurs er með Mjölni og hann vill ekki láta okkur hafa hann nema þú giftist honum, drífðu þig nú í brúðarkjólinn og komdu með mér í Jötunheima."
Þá varð Freyja svo reið að allur Ásgarður nötraði, hún vildi sko alls ekki giftast neinum stórum og ljótum jötni.
Nú voru góð ráð dýr, svo allir æsir og ásynjur hittust til að reyna að finna lausn á vandanum. Þegar þau höfðu hugsað vel og lengi datt ásnum Heimdalli snjallræði í hug: "Við klæðum bara Þór í brúðarkjól og setjum á hann hálsmenið hennar Freyju. Þrymur sér sko engan mun!"
Ekkert leist nú Þór á þetta, því
honum myndi verða strítt á þessu, en lét
þó til leiðast, þar sem þetta var eina ráðið
til að endurheimta hamarinn. Svo hann klæddi sig upp í
kjól og Loki dulbjó sig sem ambátt. Þannig héldu
þeir til Jötunheima.
Nú langaði Þrym að kyssa Freyju sína og beygði sig niður en þegar hann leit í augu hennar brá honum svo að hann hrökk aftur á bak yfir endilangan salinn. En Loki flýtti sér að útskýra málið: "Hún Freyja er ekki búin að sofa í átta sólarhringa því hún hlakkaði svo til að hitta þig."
Þrymur trúði þessu og bað um að þau Freyja yrðu nú gift í snatri. Bað hann um að hamarinn Mjölnir yrði lagður í kjöltu hennar og var það gert.
Þá hlakkaði í Þór og hann var ekki seinn á sér að grípa Mjölni. Fyrst lamdi hann Þrym í klessu og barði svo alla ætt hans líka. Síðan hélt hann kátur heim í Ásgarð með hamarinn Mjölni og lýkur hér með þessari sögu.