Í Hamarsheimt er sagt frá efninu í heldur léttari dúr en í Þrymskviðu, sem er aðeins vísur og verður lesandinn að styðjast við orðskýringar og ímyndunaraflið.
Myndasöguform, eins og t.d. í Hamarsheimt, er tilvalið form til að miðla goðsögum. Ástæðan fyrir því er einföld; Sagan er sett upp á skoplegan hátt og er ekki eins þurr lesning og vísurnar eru.
En að gera myndasögubók um Lokasennu er ekki fýsilegur kostur. Í Lokasennu er svo mikið um ljótt orðbragð og það er ekki eins auðvelt að fara í kringum það eins og ofbeldi. Höfundi Hamarsheimtar tekst einmitt giftusamlega að sneiða hjá hinum mikla blóði og ofbeldi sem er í Þrymskviðu.
Tvímælalaust ætti að vera myndasögubók um Atlakviðu og Helgakviðu, ef ekki er nú þegar búið að gera það.