Þá héldu æsir þing og ákváðu að klæða Þór sem Freyju og fara til Jötunheima og klæddu Loka sem ambátt Freyju.
Fóru þeir svo til Jötunheima í vagni nokkrum. Tók Þrymur þeim tveim höndum. Þá voru bornar fram krásir miklar og tróð Þór í sig matnum en Þrymur gat ekki skilið hvernig Freyja gat borðað svona mikið. Þá lýsti Loki því hvað Freyja hafði verið spennt þegar hún vissi að hún væri að fara til Þryms.
Er Þrymur ætlaði Freyju indælan koss og brá því blæju af höfði brá honum ægilega þegar hann sá hve illileg augu hún bar. Þá lýsti Loki yfir að Freyju hefði ekki komið dúr á auga frá því hún vissi sína framtíð með Þrymi. Er komnir eru að altari karlmenn tveir, Þrymur og Þór, nefnir Þrymur að meyjan káta skuli fá hamarinn Mjöllni sér í kjöltu til að vígja þau saman. Er Mjöllnir kom í kjöltu Þórs var hann ekki lengi að grípa hann og drepa alla í brúðkaupinu og þar Þrym fyrstan. Svo komust þeir lífs undan.