Maður veit að heimsendir er í nánd þegar
sólin verður svört og veður vont, Fenrisúlfur
losnar, mikil stríð verða þar sem bræður
og feður munu berjast, sifjaspell og hórdómur er mikill
(allir með öllum) og þá skelfur Askur Yggdrasils
í miklum landskjálftum. Í ragnarökum munu svo
hörmungarnar magnast. Úlfur étur sólina, skipið
Naglfar losnar, Múspellssynir ganga berserksgang með Surt í
broddi fylkingar og brenna þeir heiminn, jörðin sekkur í
sæ og stjörnur hverfa af himnum.
Það má tengja heimsendi við spillingu og svik því
eftir langvarandi líf hjá þeim goðum og jötnum
sem byggðu heiminn og með þeim gjörðum þeirra
sem ekki alltaf voru til prýði urðu stundum slæmir
gjörningar sem flokka má undir spillingu og svik. Á
endanum sýður upp úr og heimsendir fylgir í kjölfarið.
Eftir heimsendi
Allir deyja. Alheimurinn brennur og allt verður svart. En upp úr
sjónum kemur ný jörð. Baldur og Höður fá
að endurfæðast og endubyggja líf á jörðu.
Allt verður fallegt og friðsælt og svo kemur voldug vera
úr guðríki sem öllu ræður. Og enn þann
dag í dag hafa menn ekki komið sér saman um hver þessi
vera (á að vera) (er?).
Ekki þarf að leita langt eftir samskonar lýsingu og
það í ekki ómerkara riti en Biblíunni. Þar
er þrískipt lýsing eins og í Völuspá
þ.e "í upphafi skapaði guð himin og jörð."
Það er fyrsta stig. Því næst fer allt í
vaskinn vegna spillingar á mannkyninu og verður því
að refsa, þ.e eldur brennur um allan heim. Svo hefja þeir
feðgar Drottinn og Jesú uppbyggingu nýs heims en sá
heimur mun ríkja um aldir alda.