Hugmyndir Guðmundar Sæmundssonar að Njáluverkefnum
FSK
Framhaldsskólinn í Skógum
ÍSL 313 vor 1997
Heimasíðugerð í samstarfi við ML:
4. bekkur ML og 2. ár FSK (ÍSL 313) vinna að sameiningu að heimasíðum um Njálu. Verkefnum verður skipt á milli hópanna þannig að nemendur ML eru að gera fréttablað með ýmsu efni úr Njálu. Við munum taka þátt í því að hluta með því að senda þeim efni í fréttabréfið, en einnig vinna okkar eigin sérverkefni. Hóparnir sem og aðrir vefflakkarar munu eiga aðgang að efninu í gegnum heimasíður FORNRA FRÆÐA (verkefni sem hófst í FVA 1995), FSK og ML, auk þess að tengt verður í þær úr heimasíðum kennaranna sem sjá um þetta starf í skólunum tveimur, Guðmundar Sæmundssonar (FSK) og Hörpu Hreinsdóttur (ML).
Nemendur ÍSL 313 sjá um samningu efnis sem fara á inn á heimasíðurnar, einnig útvegun myndefnis, kennari fer yfir efnið og lagfærir og les prófarkir, nemendur í ENS 403 og kennari þeirra semja stuttan enskan útdrátt, og nemendur í TÖL 203 sjá um vefnaðinn með kennara sínum.
Verkefnalýsingar:
1. útdrættir FSK-nema úr Njálu verða jafnóðum sendir inn í Njálu-vef FSK í vefhluta sem við köllum sennilega söguþráð (Njála 1-13).
2. Þátttakendur í verkefninu semja u.þ.b. 10 lína kynningu á sér til að senda inn á vefinn ásamt lítilli mynd.
3. Heimasíður 12 persóna í Njálu.
a) Hver nemandi semur 1 heimasíðu og setur inn óskir og hugmyndir um tengingar og útlit á síðunni. Finnur einnig eina mynd sem vel hæfir.
b) Þeir fá síðan að sjá síðuna í vinnslu hjá vefara og koma sínum hugmyndum að.
c) Hver semjandi hefur ráðgjafa og er sjálfur ráðgjafi hans. Hlutverk ráðgjafa er að lesa textadrög vel yfir og koma með ábendingar um allt sem betur má fara.
Persónur - Umsjónarmenn (ráðgjafar):
Hallgerður langbrók:Sólbjört Sigríður (Atli Sævar)
Bergþóra húsfreyja: Kristín Margrét (Guðjón)
Hildigunnur húsfreyja: Inga Þórey (Pétur)
Njáll inn forvitri: Guðjón (Kristín Margrét)
Gunnar á Hlíðarenda: Atli Sævar (Sólbjört Sigríður)
Skarphéðinn Njálsson: Sigurður Ottó (Sveinn)
Höskuldur Hvítanesgoði: Pétur (Inga Þórey)
Flosi bóndi: Marinó Fannar (Vigfús Jón)
Mörður Valgarðsson: Sveinn (Sigurður Ottó)
Kári Sölmundarson: Finnur (Svanur Bjarki)
Björn bóndi í Mörk: Svanur Bjarki (Finnur)
Ingjaldur á Keldum: Vigfús Jón (Marinó Fannar)
4. Önnur verkefni á netið:
a) Njáluhringur. Tveir nemendur taka að sér að útbúa kort, Njáluhringinn, þar sem sögustaðir eru merktir inn á. Kortinu fylgir örstutt lýsing á viðkomandi sögustað og tilvísun til þess sem þar gerðist. Þetta verkefni verður unnið fyrir Njáluferð sem ráðgerð er miðvikudaginn 9. apríl. Þar munum við væntanlega hitta nemendurna í ML og kennara þeirra, auk 16 þýskra nemenda sem verða í heimsókn hjá ML um þetta leyti.
UMSJÓN: Atli Sævar og Guðjón.
b) Minningargreinar um fólkið sem dó í húskarlavígum. Myndir sem passa.
UMSJÓN: Pétur, Inga, Vigfús, Sveinn, Sigurður Ottó.
c) Leiknar ljósmyndir af atburðum úr Njálu, ásamt myndatextum. Eins konar FÓLK í FRÉTTUM.
UMSJóN: Marinó, Finnur, Svanur, Sólbjört, Kristín.