Hugmyndir Hörpu að Njáluverkefnum - í byrjun janúar

1. Fréttablað. Gert er ráð fyrir að rás sögunnar birtist að nokkru í dagblaðsformi. Nokkuð stóran hóp blaðamanna og einn ritstjóra þarf til að gera hvert blað. Blaðamenn myndu síðan skipta með sér verkum og vinna e.t.v. 2 -3 saman. Hópurinn þarf að kjósa sér ritstjóra/ritstjórn sem ber ábyrgð á verkinu, ákveður hvaða efni og í hvaða röð á að vera í blaðinu o.s.fr., jafnvel útlit, í samráði við kennara.

Gert er ráð fyrir 2 tölublöðum úr sögu Gunnars og 3 tölublöðum úr sögunni eftir lát Gunnars.

Í hverju blaði ætti að vera eitthvað af eftirtöldu (jafnvel allt):

  • Fréttir - aðallega innlendar en einnig skrifaðar af fréttriturum í útlöndum.
  • Þingfréttir - e.t.v. fréttaskýringar einnig
  • Íþróttafréttir (?), þ.m.t. fréttir af hestaíþróttum
  • A.m.k. eitt viðtal
  • Eitthvað um sveitarstjórnarmál/innanlandspólitík (?)
  • Leiðari ritstjórnar/ritstjóra (þar sem m.a. stefna blaðsins kemur fram)
  • Smáauglýsingar
  • Dánarfregnir og minningargrein(ar)
  • Bréf til "Velvakanda" (finna heppilegt nafn)
  • E.t.v. brúðkaupsfréttir, skipafréttir o.fl.
  • Fólk í fréttum/hverjir voru hvar?
  • Myndir
  • Annað? (Get ekki stillt mig um að benda á uppskrift Hallgerðar að ostarétti!)

    Hugsanlega má fá nemendur í að brjóta um blaðið og prenta það út í blaðaformi - en ekki er unnt að halda dagblaðsformi inni á Vefnum.

    2. Heimasíður. Gert er ráð fyrir að heimasíður nokkurra persóna verði gerðar, á hefðbundinn hátt. Þær ættu að vera stuttar, skrifaðar í fyrstu persónu (í orðastað persónunnar) og væru "eigin" kynning á viðkomandi. Það sem á að koma fram er t.d. aldur, störf/starf, fjölskylduhagir, áhugamál og e.t.v. tengingar í síður sem viðkomandi hefur áhuga á. (Myndi Gunnar t.d. ekki hafa áhuga á bogfimi?) Auðvitað þarf mynd af persónunni að fylgja. Gera á a.m.k. heimasíðu Gunnars, Njáls, Hallgerðar, Skarphéðins og Kára. Helst einnig heimasíður "skemmtilegra persóna" eins og Bjarnar í Mörk.

    3. Úr dagbókum persóna. Setjum svo að sögupersónur í Njálu skrifuðu hefðbundna dagbók. Gera má nokkrar síður (dagsettar) úr hverri dagbók, sem skrifaðar væru á mismunandi tímum. T.d. úr dagbók Hallgerðar, Gunnars, Njáls, Skarphéðins, Bergþóru...
    Þetta ætti að vera ólíkt heimasíðunum á þann hátt að þarna birtast hugrenninga persónanna, jafnvel þau leyndarmál sem ekki hafa einu sinni ratað í Njálu....

    4. Hefðbundin verkefni, s.s.

    - Hetjur í Njálu; Hverjir eru hetjur? Hvaða kostir prýða hetju? Samanburður við hetjur nútímans...
    - Konur í Njálu; Hvað einkennir þær? Eru þær líkar eða ólíkar? Hver er staða kvenna, skv. Njálu?
    - Stéttskipting í Njálu, Hvaða stéttir koma við sögu? Hafa einstakar stéttir, t.d. förukonur og þrælar, eitthvert sérstakt hlutverk?

    5. Ýmis verkefni, s.s.
    A - Hjónabönd í Njálu. Á hverju byggjast þau? Eru þau "góð eða slæm"? Hvernig sést það? Athugið sérstaklega eftirtalin hjónabönd:

    - Unnur og Hrútur
    - Gunnar og Hallgerður
    - Njáll og Bergþóra
    - Björn úr Mörk og Valgerður
    - Mörður og Þorkatla

    Hvernig verður hjónaband Hildigunnar og Kára?

    B. - Stuttar hugleiðingar um eftirfarandi:

    - Er Njála í rauninni heimasíða?
    - Er Hallgerður vond kona?
    - Þurfti Gunnar að deyja?
    - Er Njáll samkynhneigður?
    - Var brennan nauðsynleg?
    - Gat Skarphéðinn sloppið lífs?
    - Eru Kári og Flosi sannkristnir menn?
    - Fleira?

    C. Búa til spurningar úr Njálu (nokkurskonar "drill" til að gá hve vel lesandi kann söguna). T.d. 10 spurningar: Hver sagði xxx? eða Hverjum er svo lýst? Gallinn er sá að tæplega er hægt að fá nauðsynlega þjónustu hjá Ísmennt til að gera gagnvirkar síður sem sýndu jafnóðum árangurinn. Það er hins vegar ekkert mál í FrontPage eða öðrum Intranet-forritum. Skemmtilegast væri að hafa svona spurningasíður eins og t.d. ökukennsluforritið sem víða er notað, þannig að sá sem spreytir sig fái strax að sjá niðurstöðurnar. Inni á Vefnum yrði að hafa sér spurningasíðu og sérstaka svarsíðu.

    D. Sögukort. Það þarf að gera einföld, skýr kort í lit, sem sýna sögustaðina, allavega á Suðurlandi og í útlöndum.

    E. Myndskreytingar við öll verkefni - nóg af myndum!!!!