NJÁLU - fréttir
Smáauglýsingar

Tapað - fundið
Belti og hnífur tapaðist einhvers staðar milli Hlíðarenda og Rangár. Finnandi vinsamlegast hafi samband við Melkólf á Hlíðarenda. Fundarlaun í boði!

Óskast til kaups

Vil gjarna kaupa hey og mat á sanngjörnu verði.
Gunnar á Hlíðarenda

Óska eftir sterkum og góðum bogastreng.
Vinsamlegast hafið samband við Gunnar á Hlíðarenda.

Óskum eftir góðum og vönum vinnuhjúum sem fyrst.
Þráinn og Þorgerður á Grjótá

Einkamál

Kona á besta aldri óskar eftir að kynnast vel stæðum og myndarlegum manni. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Unni á Rangárvöllum.
Samið af Vilborgu og Dröfn


Tapað - fundið

Heilmikið af ostum og öðru góðgæti tapaðist úr matabúrinu á Kirkjubæ, einnig brann það til kaldra kola.
Samið af Agli, Elvari og Skúla


Fletta áfram...
Fletta til baka...
Aftur á forsíðu...