Heimsendakenningar Snorra-Eddu og Biblíunnar

Í raun liggur næst við að setja samasem-merki á milli Opinberunar Jóhannesar og heimsendalýsingar Snorra-Eddu. Í Biblíunni hefst heimsendir á því að innsiglin sjö eru rofin. Þegar fyrstu fimm innsiglin eru rofin ganga mikila hörmungar yfir jörðina, stríð og farsóttir. Þegar sjötta innsiglið er rofið verða miklir landskjálftar, sólin verður svört, tunglið sem blóð og stjörnur himinsins falla niður á jörðina. Í Eddu hefst allt á þrem miklum orustuárum, næst kemur hinn mikli Fimbulvetur og síðan gleypir úlfurinn Skoll sólina en Hati Hróðvitnisson tunglið og stekkur hann blóði yfir allan himininn. Einnig hverfa stjörnurnar af himninum. Samlíkinguna í þessu getur hvert mannsbarn séð, þetta er nánast sama lýsingin, nema hvað í Snorra-Eddu er textinn allur mun knappari og hnitmiðaðri og kemur það til augljósum ástæðum.

Næst koma Fenrisúlfur og Miðgarðsormur og spúa eldi og eitri yfir jörðina. Í Biblíunni losna hinir fjórir englar er bundnir eru við Evrat. Hestar þeir er þeir ríða hafa ljónshöfuð (Fenrisúlfur) og eru tögl þeirra sem höggormar (Miðgarðsormur). Úr munni þeirra gengur eldur og brennisteinn og dreifa þeir þessu yfir jörðina rétt eins og börn Loka.

En eftir þetta skilur nokkuð leiðir. Í Biblíunni er farið út í samfélagslegar lýsingar á heimsendi og komu Anti-Krists. En í Snorra-Eddu er hins vegar farið beint út í lokabardagann milli góðs og ills. Þar drepa allir alla og Surtur slengir eldi yfir jörð alla. Í Biblíunni, hins vegar, eftir hina fyrri upprisu, þar sem aðeins gott fólk fær að búa í þúsund ára ríki Krists, kemur Satan og undirsátar hans aftur og reyna að afvegaleiða þjóðir heimsins. Féll eldur af himni og eyddi liði þeirra og var þeim síðan öllum hent í logandi helvíti um allan aldur.

Nú fer allt að falla í ljúfa löð aftur. Í Eddu fara allir góðir menn til Gimlé og annarra góðra staða en slæmir menn fara til Nástrandar þar sem eitur lekur um allt og í Hvergemli til Níðhöggs. Jörðin rís aftur úr sæ og ný goð taka við stjórninni. Biblían segir af hinni heilögu borg og hinni nýju jörð og munu allir góðir búa þar.

Af þessari stuttu samantekt má glöggt sjá að hugmyndir ásatrúarmanna um heimsendi eru nánast þær sömu og kristinna. Biblían tekur meira á samfélagslegum áhrifum heimsendis en Snorra-Edda gengur beint til verks og mun það eflaust vera vegna takmarkaðrar ritgetu (enginn pappír, ekkert blek) á 13. öld.


Laxdaela Egils Saga Snorri Sturluson