Helstu gripir Óðins

Hliðskjálfin er hásæti sem Óðinn á og þegar hann situr þar sér hann út um allan heim og hvers manns athæfi og þannig veit hann um allt sem gerist í heiminum.

Sleipnir er bestur allra hesta og er með átta fætur. Sleipnir er kominn af hesti borgarsmiðsins og Loka. (Loki breytti sér í meri til þess að tæla hest borgarsmiðsins og tókst honum það með ágætum.) Má geta þess að Sleipnir hefur stigið fæti niður í Ásbyrgi og má sjá hóffar hans þar.

Geri og Freki eru úlfar Óðins og þeir búa í Valhöll. Þeir borða mat Óðins því hann drekkur bara mjöð.

Huginn og Muninn eru tveir hrafnar sem fljúga um heim allan og flytja Óðni fréttir úr öllum heimsálfum.

Draupnir er hringur sem er þeim kostum gæddur að hann gefur frá sér átta nýja hringi níundu hverja nótt. Draupnir var búinn til af þeim Brokk og Sindra sem voru dvergar í Svartálfalandi.


Laxdaela Egils Saga Snorri Sturluson