[Laxdæla] [Íslendingasögur]


    1. - 3. kafli:
Ketill flatnefur og afkomendur hans
    Björn austræni Ketilsson nemur land við Breiðafjörð. 
    Helgi bjólan Ketilsson nemur land á Kjalarnesi. 
    Þórunn hyrna Ketilsdóttir og Helgi magri nema land í Eyjafirði. 
    Unnur djúpúðga Ketilsdóttir fer til Skotlands ásamt föður sínum.
    4. kafli:
    Þorsteinn, sonur Unnar djúpúðgu, fellur á Skotlandi.  Unnur heldur til Íslands.
    5. kafli:
    Skip Unnar ferst við Ölfusárós en menn bjargast.  Unnur hefur vetursetu við Breiðafjörð en nemur síðan land í Dölum.  Hún sest að í Hvammi.  Þorgerður Þorsteinsdóttir (barnbarn Unnar ) giftist Dala-Kolli.  Sonur þeirra er Höskuldur. 
    7. kafli:
    Ólafur feilan Þorsteinsson (barnabarn Unnar) kvænist.  Unnur djúpúðga deyr í brúðkaupsveislunni.  Dala-Kollur deyr og Höskuldur, sonur hans, tekur við búi.  Þorgerður, ekkja Dala-Kolls, fer til Noregs og giftist þar Herjólfi.
    8. kafli:
    Þorgerður og Herjólfur eignast son, sem heitinn er Hrútur.  Herjólfur deyr.  Þorgerður flyst til Höskulds á Íslandi.   Þorgerður deyr og Höskuldur tekur allt fé eftir hana.
     9. kafli:
    Höskuldur Dala-Kollsson kvænist Jórunni Bjarnadóttur.  Þau eignast:  Þorleik, Bárð, Hallgerði (langbrók) og Þuríði.
    10. kafli:
    Hrappur Sumarliðason, suðureyskur að ætt, býr á Hrappstöðum.
    11. kafli:
    Þórður goddi býr á Goddastöðum.  Hann er kvæntur Vigdísi, frænku Höskulds Dala-Kollssonar.  Höskuldur fer til Noregs til að kaupa húsavið.
    12. kafli:
    Höskuldur kaupir ambáttina Melkorku og hittir Hákon konung.
    13. kafli:
    Höskuldur vingast við konung en heldur svo til Íslands.  Melkorka eignast son með Höskuldi.  Sá er nefndur Ólafur.  Í ljós kemur að Melkorka er dóttir Mýrkjartans Írakonungs.  Melkorku og Jórunni semur illa og flyst Melkorka á Melkorkustaði.
    14. kafli:
    Þórólfur, frændi Vigdísar, konu Þóraðr godda, drepur ættstóran mann (Hall) sem hafði beitt hann órétti.  Hann flýr til Vigdísar.  Bróðir Halls (Ingjaldur) fer til Þórðar godda og býður honum fé ef hann komi Þórólfi í hendur sér.
    15. kafli:
    Vigdís kemst að ráðabrugginu og lætur Ásgaut, þræl Þórðar godda, fylgja Þórólfi á brott, til frænda síns á Sauðafelli.  Ingjaldur eltir þá en nær ekki.  Ingjaldur krefur Þórð godda um endurgreiðslu fjárins.  Vigdís nær í féð og rekur á nasir Ingjaldi.
    16. kafli:
    Vigdís gefur Ásgauti þræl frelsi og fær honum fé - hann fer úr landi.  Hún segir svo skilið við Þórð godda.  Frændur hennar hyggjast sækja helming fjár Þórðar handa henni.  Þórður goddi leita eftir liðveislu Höskulds Dala-Kollssonar og býðst til að fóstra Ólaf, son hans, og gera hann að einkaerfingja sínum.  Þórður tekur Ólaf sjö ára í fóstur.  Ólafur fær viðurnefnið pá.
    17. kafli:
    Hrappur gerist æ illskeyttari.  Hann deyr og er grafinn í eldhúsdyrum.  Afturganga Hrapps drepur fjölda manns og bærinn leggst í eyði.  Höskuldur lætur flytja lík Hrapps fjarri mannaferðum.
    18. kafli:
    Þorsteinn surtur, bróðir Vigdísar, ekkju Hrapps, ætlar að flytja á Hrappstaði.  Á leiðinni kemur undarlegur seltur (afturganga Hrapps) að skipinu og síðan ferst skipið.  Einn maður kemst af.  Þorkell trefill, tengdasonur Þorsteins, fær manninn til að hagræða sannleikanum um það í hvaða röð fólkið drukknaði svo kona hans erfir allt. 
    19. kafli:
    Höskuldur situr einn að öllu fé eftir móður sína.  Hrútur Herjólfsson er hirðmaður Haralds konungs Gunnhildarsonar í Noregi.  Hrútur kemur til Íslands og krefst móðurarfs síns af Höskuldi.  Höskuldur neitar honum um arfinn.  Hrútur sest að á Kambsnesi og rukkar Höskuld í 3 ár, án árangurs.  Hann rænir helmingi nauta Höskulds og drepur 4 húskarla hans.  Jórunn ráðleggur Höskuldi að sættast við Hrút.  Sættir takast.  Hrútur byggir bæ á Hrútsstöðum og eignast sextán syni og tíu dætur. 
    20. kafli:
    Þorleikur Höskuldsson kvænist.  Ólafur pá hyggst fara utan en Höskuldur tekur því dauflega og lætur Ólaf ekki fá farareyri.  Þorbjörn skrjúpur lætur Ólaf fá farareyri gegn því að Melkorka giftist sér.  Ólafur heldur til Noregs. 
    21. kafli
    Höskuldi líkar illa ráðahagur Melkorku og utanför Ólafs.  Ólafur pá er í miklum metum hjá Noregskóngi og Gunnhildi, móður konungs.  Gunnhildur fær Ólafi skip og hann fer til Írlands.  Mýrkjartan Írakonungur tilkynnir að Ólafur sé dóttursonur sinn og býður honum konungdóm á Íralndi eftir sinn dag.  Ólafur afþakkar og fer aftur til Noregs.
    22. kafli:
    Noregskonungur býður Ólafi pá hirðvist í Noregi en Ólafur afþakkar og fer til Íslands.  Höskuldur mælir með því að Ólafur biðji Þorgerðar Egilsdóttur fyrir konu á Alþingi um sumarið.  Melkorka og Þorbjörn skrjúpur hafa eignast soninn Lamba.
    23. kafli:
    Höskuldur vekur bónorð við Egil Skalla-Grímsson fyrir hönd Ólafs.  Egill talar við Þorgerði en hún neitar og kallar Ólaf ambáttarson.  Ólafur talar við Þorgerði sjálfur og hún játast honum.  Brúðkaup er haldið á Höskuldsstöðum.
    24. kafli:
    Ólafur pá tekur við búi á Goddastöðum.  Þórður goddi andast og Ólafur tekur arf eftir hann. Ólafur kaupi land Hrappstaða (sem eru í eyði) af Þorkatli trefli og reisir þar bæ sinn, Hjarðarholt.  Í ljós kemur að Hrappur gengur enn aftur.  Ólafur lætur grafa lík hans upp og brenna.  Linnir þá afturgöngum Hrapps.
    25. kafli:
    Hrútur gefur þræl sínum frelsi en gefur honum fyrir mistök land sem í rauninni tilheyrir Höskuldsstöðum.  Höskuldur kvartar við þrælinn en Hrútur segir að hann skuli sitja sem fastast á jörð sinnni.  Þorleikur Höskuldsson fer og drepur þrælinn.  Síðan gerir Þorleikur sér bæ við landamæri þeirra Höskulds og Hrúts, sem hann kallar Kambsnes.  Þorleikur eignast son, Bolla.
    26. kafli:
    Höskuldur leggst banaleguna og ákveður að arfleiða Ólaf að meira fé en hann á rétt á.  Eftir að Höskuldur deyr býðst Ólafur til að greiða þriðjung í erfidrykkjunni.
    27. kafli:
    Ólafur býður fjölda manns til hálfsmánaðar erfidrykkju á Höskuldsstaði.  Þorleiki og Bárði finnst fullmikið við haft.  Veislan er haldin og eru þar yfir 1000 gestir.  Í lok veislunnar býðst Ólafur tiil að fóstra son Þorleiks, Bolla.  Bolli er þriggja vetra þegar hann fer til Ólafs og Þorgerðar.
    28. kafli:
    Ólafur og Þorgerður eiga son, Kjartan, sem er jafngamall Bolla.  Bolli og Kjartan eru mestu mátar.  Einnig eiga þau:  Þuríði, Steinþór, Halldór, Helga o.fl. börn.  Halldór Ólafsson fer í fóstur til Hólmgöngu-Bersa.
    29. kafli:
    Ólafur fer til Noregs til að kaupa húsavið.  Hann vingast við Geirmund gný.  Geirmundur fer mð Ólafi aftur til Íslands.  Geirmundur gnýr á sverðið Fótbít.  Hann kvænist Þuríði Ólafsdóttur, að nokkru gegn vilja Ólafs en að vilja Þorgerðar.
    30. kafli:
    Geirmundur ákveður að skilja við Þuríði og fara til Noregs.  Þau eiga eins árs gamla dóttur, sem Geirmundur vill að verði hjá móður sinni.  Þuríður laumast um borð í skip hans, rænir Fótbít en skilur dóttur þeirra eftir hjá Geirmundi í stað sverðsins.  Geirmundur kallar á eftir Þuríði álagaorð:  Að sverðið verði  þeim að bana í ættinni sem mestur skaði þykir að.  Þuríður gefur Bolla sverðið.  Skip Geirmundar ferst og allir um borð drukkna. 
    31. kafli:
    Ólafur pá fargar uxa sínum, Harra, því brunnvaka hans féll af.  Ólaf dreymir að kona (móðir Harra) komi til hans og segi að sonur Ólafs muni einnig deyja.
    32. kafli:
    Guðrún Ósvífursdóttir er kynnt til sögunnar.  Einnig er Þórður Ingunnarson kynntur til sögu.  Hann er kvæntur konu að nafni Auður.
    33. kafli:
    Gestur Oddleifsson kemur  í heimsókn í Sælingsdal.  Guðrún segir honum fjóra drauma sína, sem hann ræður þannig að þeir séu fyrir fjórum hjónaböndum hennar.  Gestur spáir því að Bolli eigi eftir að drepa Kjartan.
    34. kafli:
    Guðrún Ósvífursdóttir er gift Þorvaldi í Garpsdal í Gilsfirði.  Hún krefst þess að hann gefi sér þá dýrgripi sem hún girnist.  Þegar Þorvaldur vill ekki kaupa grip handa henni og slær hana kinnhest verður Guðrún reið.  Í samráði við Þórð Ingunnarson segir hún skilið við Þorvald á þeim forsendum að hann kæðist kvenfatnaði.
    35. kafli:
    Kotkell og Gríma, ásamt sonum þeirra, þeim Hallbirni slíkisteinsuaga og Stíganda, eru kynnt til sögunnar.  Guðrún Ósvífursdóttir fær Þórð Ingunnarson til að skilja við Auði, konu sína, á þeim forsendum að hún sé karlkona og gangi í karlmannsbrókum.  Þórður giftist síðan Guðrúnu.
    36. kafli:
    Guðrún eignast son með Þórði Ingunnarsyni.  Sá er nefndur Þórður (en seinna kallaður Þórður köttur).  Snorri goði á Helgafelli tekur Þórð í fóstur.
    37. kafli:
    Eldgrímur falar stóðhross af Þorleiki en Þorleikur neitar.  Eldgrímur  reynir þá að stela hrossum Þorleiks en Hrútur Herjólfsson kemst að þeirri ætlun og drepur Eldgrím.  Þorleiki sárnar þessi hetjudáð Hrúts og fer og biður Kotkel og Grímu að gera eitthvað á hluta Hrúts.  Þau efla seð og Kári, sonur Hrúts, deyr af þeirra völdum.  Hrútur fær Ólaf pá í lið með sér og þeir depa Kotkel, Grímu og Hallbjörn slíkisteinsauga en Stígandi sleppur.  Hrútur vill aðstoð Ólafs við að ráðast á Þorleik en Ólafur neitar. 
    38. kafli:
    Stígandi gerist útilegumaður en næst og er drepinn.  Ólafur pá fær Þorleik til að flytjast til útlanda. 
    39. kafli:
    Kjartan og Bolli eru bestu vinir.  Þeir hitta Guðrúnu Ósvífursdóttur oft.
    40. kafli:
    Kjartan Ólafsson kaupir hálft skip á móti Kálfi Ásgeirssyni.  Kjartan hyggst fara utan en Guðrúnu líkar það illa.  Hann biður hana að bíða sín í 3 vetur.  Kjartan og Bolli fara til Noregs.  Ólafur konungur Tryggvason og Kjartan keppa í kaffæringum/sundi.  Tekst með þeim nokkur vinátta.  Ólafur konungur  vill að Íslendingar sem staddir eru í Noregi taki kristni.  Kjartan stingur upp á því að brenna kóng inni.  Kóngur  fyrirgefur honum.  Kjartan ákveður að  taka kristna trú og aðrir Íslendingar fara að dæmi hans. 
    41. kafli:
    Ólafur konungur vill að Kjartan fari til Íslands sem trúboði en Kjartan áveður að dvelja fremur um kyrrt í Noregi.  Konungur tekur Kjartan og fleiri Íslendinga í gíslingu og hyggst halda þeim uns Íslendingar samþykkja að taka kristna trú.  Rætt er um það að mikil vinátta sé með Kjartani og Ingibjörgu konungssystur.  Bolli fer til Íslands.
    42. kafli:
    Guðrún spyr Bolla tíðinda af Kjartani.  Bolli segir kjaftasögurnar um Ingibjörgu og Kjartan.  Bolli spyr svo Guðrúnu hverju hún myndi svara ef hann bæði hana að giftast sér.  Guðrún segist ekki giftast neinum svo lengi sem Kjartan sé á lífi.
    43. kafli:
    Bolli biður Guðrúnar.  Hún er treg til en að ráði föður síns og bræðra giftist hún Bolla. 

    Til Noregs fréttist að Ísland sé nú kristið.  Kjartan undirbýr för sína til Íslands.  Ingibjörg konungssystir kveður Kjartan með virktum og gefur honum að skilnaði dýrmætan motur sem hann á að færa Guðrúnu Ósvífursdóttur í morgungjöf (=brúðargjöf).  Konungur gefur Kjartani sverð.  Á sverðinu hvíla þau álög að Kjartan verði ekki vopnbitinn meðan hann ber það.

    44. kafli:
    Kjartan kemur heim.  Hrefna finnur moturinn.  Kjartan "gefur" henni moturinn og "biður" hennar.  Kjartan vill ekki hitta Bolla.
    45. kafli:
    Haustboð hjá Bolla, á Laugum:  Bolli vill gefa Kjartani hross en Kjartan vill ekki þiggja.  Kjartan biður Hrefnu og þau giftast.  Hann gefur Hrefnu moturinn.  Hvar eru Bolli og Guðrún þega brúðkaupið stendur?
    46. kafli:
    Boð Ólafs pá, í Hjarðarholti:  Deilur um sætaskipan.  Guðrún skoðar moturinn.  Sverð Kjartans hverfur en finnst slíðurlaust.   Stal Þórólfur Ósvífursson því? 

    Boð Bolla, á Laugum:  Motur Hrefnu hverfur.  Kjartan þjófkennir Bolla en Guðrún ybbir gogg ...

    47. kafli:
    Kjartan dreitir Laugamenn inni.  Kjartan sölsar undir sig land sem Bolli og Guðrún höfðu áður keypt.  Þórhalla málga segir Laugamönnum af ferðum Kjartans.
    48. kafli:
    Draumur Áns svarta.  Án varar Kjartan við.  Guðrún eggjar bræður sína að drepa Kjartan.  Guðrún hótar að skilja við Bolla ef hann taki ekki þátt í aðförinni að Kjartani.
    49. kafli:
    Ath. sviðsetningu: 

    Ósvífurssynir 
    Synir Þórhöllu málgu 
    Bolli 
     

          gegn 
    Kjartani og tveimur mönnum 
     
        Þorkell á Hafratindum og smalamaður horfa á. 
    Bolli veitir Kjartani banasár.  Ath. viðbrögð Guðrúnar.  Án nær heilsu á ný.  (Án "hrísmagi")  Synir Ólafs pá drepa Þórhöllusyni.
    50. kafli:
    Ólafur pá lætur sækja lík Kjartans.  Þorsteinn Egilsson og tengdafaðir Kjartans safna liði til að hefna Kjartans.  Ólafur pá safnar liði til að verja Bolla.  Ólafur pá ákveður að krefjast fjár og mannsekta fyrir víg Kjartans.  Hrefna deyr af sorg.
    51. kafli:
    Kjartan er jarðaður að Borg á Mýrum.  Dæmt er í máli Ólafs gegn banamönnum Kjartans;  Ósvífurssynir eru gerðir útlægir en Bolli skal gjalda fé.  Ólafur deyr þremur árum eftir fall Kjartans.  Þorgerður harmar Kjartan mjög og er fokreið út í Bolla.
    52. kafli:
    Bolli og Guðrún eignast son (Þorleik).  Þorkell á Hafratindum (sbr. 49. kafla) hæðist að dauðdaga Kjartans og Halldór Ólafsson drepur hann.
    53. kafli:
    Þorgerður eggjar Halldór og Steinþór, syni sína, til að drepa Bolla.  Barði Guðmundsson (og Þuríðar Ólafsdóttur) flyst í Hjarðarholt.
    54. kafli:
    Halldór og bræður hans hyggjast drepa Bolla.  Barði styður þá.  Þeir fá liðsinni Þorsteins svarta (vinar Ólafs pá), Helga Harðbeinssonar (mágs Þorsteins svarta) og Lamba (sonar Melkorku og Þorbjörns skrjúps).  Ath. liðssafnað.  Ath. þátt Þorgerðar.
    55. kafli:
    Aðförin: 
      Smalamaður Bolla hyggst vara Bolla við en er drepinn. 
      Guðrún fer að þvo þvott en Bolli býst til varnar. 
      Bolli drepur Án og slasar Lamba. 
      Helgi Harðbeinsson rekur Bolla í gegn. 
      Steinþór  Ólafsson hálshegg ur Bolla. 
      Ath. orðaskipti Helga og Guðrúnar.
    56. kafli:
    Guðrún leitar aðstoðar Snorra goða á Helgafelli.  Hún vill ekki taka fé fyrir Bolla (þ.e. sættast).  Guðrún og Snorri skiptast á bústöðum.  Guðrún fæðir son, þ.e. Bolla Bollason.
    57. kafli:
    Kynntir til sögunnar: 
    Þorgils Hölluson:  óvinur Snorra goða en aðdáandi Guðrúnar 
    Þorkell Eyjólfsson:  vinur Snorra goða 

    Þorkell þarf að hefna fyrir son Eiðs, frænda síns, og fær til þess sverðið Sköfnung. Hann á að drepa Grím nokkurn.

    58. kafli:
    Þorkatli mistekst að drepa Grím og verður að heita honum liðsinni sínu.  Snorri ráðleggur Þorkatli að biðja Guðrúnar.  Þorkell vill gjarna konuna en líst ekki á að þurfa að standa að hefndum fyrir hana.  Snorri ráðleggur Þorkatli að fara til útlanda (Noregs) með Grím.
    59. kafli:
    Guðrún heldur leynifund með Snorra goða um hefndir eftir Bolla.  Hún vill láta drepa einhvern af þeim sem voru í aðförinni að Bolla.  Snorri stingur upp á: 
      að drepa Helga Harðbeinsson, 
      að þvinga Lamba og Þorstein svarta til að taka þátt í hefndinni, 
      að Guðrún heiti því í votta viðurvist að giftast engum manni öðrum samlendum en Þorgilsi Höllusyni gegn því að hann stjórni aðförinni að Helga.
    60. kafli:
    Guðrún sýnir Þorleiki og Bolla, sonum sínum, klæði Bolla föður þeirra, útbíuð í blóði, og eggjar þá til hefnda.  Þeir bræður tala við Þorgils Hölluson.  Þorgils segir Guðrúnu að hann skuli drepa Helga harðbeinssn ef hún giftist honum.  Hún lofar, í votta viðurvist, að giftast "engum manni öðrum samlendum en honum, en ég ætla ekki að giftast í önnur lönd."
    61. kafli:
    Þorgils Hölluson kúgar Þorstein svarta og Lamba til að koma með sér að ráðast á Helga Harðbeinsson (en Þorsteinn og Lambi höfðu tekið þátt í aðförinni að Bolla).
    62. kafli:
    Þorgils Hölluson, 
    Bolli og Þorleikur Bollaynir, 
    Þórður köttur Þórðarson (og Guðrúnar), 
    Þorsteinn svarti og Lambi 
    Halldór og Örnólfur, fóstbræður Þorgils Höllusonar, 
    Sveinn og Húnbogi, synir Álfs úr Dölum 
     
          fara í Skorradal til að drepa Helga Harðbeinsson
    63. kafli:
    Ath. vel lýsingu smalamanns Helga!  Helgi reynir að blekkja Þorgils og menn hans en án árangurs.  Hrappur slæst í för með þeim Þorgils. 
    64. kafli:
    Helgi drepur Hrapp.  Harðbeinn særir Þorstein.  Helgi særir Þorgils Hölluson.  Bolli Bollason rekur Helga í gegn með Fótbít.  Seku mennirnir (Þorgils og Eyjólfur) eru drepnir en Harðbeini Helgasyni eru gefin grið. 
    65. kafli:
    Þorgils Hölluson rukkar Guðrúnu um efndir samkomulags þeirra, þ.e. að hún giftist honum.  Guðrún segist ætla að giftast Þorkeli Eyjólfssyni sem er staddur í útlöndum.  Þorgils reiðist er hann áttar sig á svikunum.
    66. kafli:
    Þorgils Hölluson er með yfirgang við Þórarin í Langadal og Auðgísl, son hans.  Auðgísl kvartar við Snorra goða og Snorri goði gefur honum exi.  Þorgils Hölluson og Þorsteinn svarti sættast við ættingja Helga Harðbeinssonar.  Þorgils hittir fylgju sína.  Hekla (slá) Þorgils kveður vísu.  Auðgísl Þórarinsson drepur Þorgils Hölluson (og er sjálfur veginn).
    68.  kafli:
    Þorkell Eyjólfsson kemur til landsins.  Snorri vill að Þorkell kvænist Guðrúnu og biður hennar fyrir Þorkel.  Guðrún vill sjálf halda brúðkaupsveisluna (u.þ.b. 200 manna veislu).
    69. kafli:
    Guðrún hefur tekið við Gunnari Þiðrandabana, sekum manni.  Þorkell Eyjólfsson vill drepa Gunnar en Guðrún bannar það (í brúðkaupsveislu þeirra).  Snorri goði sættir þau hjón og Gunnar fer á brott.  Sambúð Þorkels og Guðrúnar er góð.  Þorkell gefur Gunnari Þiðrandabana skip.
    70. kafli:
    Þorkell og Guðrún eignast son (sem heitir Gellir).  Þorleikur Bollason fer til Noregs og er þar í nokkur ár.  Bolli Bollason biður Þórdísar, dóttur Snorra goða, fyrir konu og fær hennar.
    71. kafli:
    Þorleikur og Bolli ráðgera að ráðast að Ólafssonum.  Snorri goði reynir að telja þeim hughvarf en tekst illa.  Snorri fer í Hjarðarholt, til Halldórs Ólafssonar, og fær hann til að fallast á að greiða skaðabætur fyrir Bolla.  Bæturnar eru greiddar og Bolli og Þorleikur sættast heilum sáttum við Ólafssyni.
    72. kafli:
    Bolli hyggur á utanför.  Bolli og Þórdís eiga saman dóttur, Herdísi, sem elst upp hjá Guðrúnu, á Helgafelli.
    73. kafli:
    Bolli og Þorleikur dveljast í Þrándheimi.  Þeir fara síðan á fund Ólafs konungs (Haraldssonar).  Bolli dvelur einn vetur í Danmörku.  Bolli fer til Miklagarðs (Istanbul) og gerist Væringi.
    74. kafli:
    Þorkell fer til Noregs að sækja sér kirkjuvið.  Hann hyggst byggja jafn veglega kirkju og Ólafur konungur hafði látið reisa í Noregi.  Þorkell kemur að landi um haust í Hrútafirði og geymir timbrið þar. 
    75. kafli:
    Þorkell fer að sækja timbrið, eftir jól.  Hnan kemur við í Ljárskógum, hjá Þorsteini frænda sínum.  Þorsteinn fær Þorkel Eyjólfsson með sér í Hjarðarholt þar sem hann ætlar að kúga Halldór Ólafsson til að selja sér land.  Halldór þæfir málið og lætur safna liði;  síðan neitar hann að selja þeim landið.  Halldór spáir því að Þorsteinn verði drepinn á háðulegan hátt en að Þorkell muni drukkna. 
    76. kafli:
    Þorkell siglir af stað með timbrið yfir Breiðafjörð á skírdag.  Hann hreppir vont veður, skipið ferst og allir drukkna.  Guðrún hittir draug.  Guðrún sér Þorkel og menn hans standa úti fyrir kirkju, alla sjóblauta.  Á laugardaginn fyrir páska fréttir Guðrún lát þeirra Þorkels.  Gellir rekur nú búið ásamt móður sinni.  Guðrún gerist  trúkona mikil og biður oft bænir um nætur, úti í kirkju.  Herdísi Bolladóttur dreymir að völva nokkur komi til sín og kvarti yfir bænastandi Guðrúnar.
    77. kafli:
    Bolli Bollason kemur heim, með mikla fjármuni og dýrgripi.
    78. kafli:
    Snorri goði andast.  Bolli og Þórdís taka við búi hans.  Guðrún gerist nunna (fyrst kvenna á Íslandi) og einsetukona.  Bolli vill fá að vita hverjum manni hún hafi mest unnað um ævina.  Guðrún svarar:  "Þeim var ég verst er ég unni mest."  Guðrún varð háöldruð og blind síðustu æviárin.  Gellir bjó að Helgafelli og á efri árum gekk hann suður til Róms.  Á bakaleiðinni andaðist hann í Danmörku og hvílir í Hróarskeldu.

 
Uppfært í apríl 2010
Harpa Hreinsdóttir