Settu kross framan við eitt rétt svar hverju sinni.
„Eftir það lét hún gera knörr á skógi á laun. Og er skipið var algert þá bjó hún skipið og hafði auð fjár. Hún hafði á brott með sér allt frændlið sitt það er á lífi var og þykjast menn varla dæmi til vita að einn kvenmaður hafi komist í brott úr þvílíkum ófriði með jafnmiklu fé og föruneyti.“
Þarna er lýst
Þorgerði Egilsdóttur
Þórdísi Snorradóttur
Bróka-Auði
Unni djúpúðgu
Vigdísi Ingjaldsdóttur
Ólafur pá bauðst til þess að fóstra Bolla Þorleiksson af því að
hann vildi mýkja skap Þorleiks og sættast við hann
hann vildi að Kjartan og Bolli ælust upp saman
hann vildi þóknast Þorgerði konu sinni
hann vildi sýnast meiri maður en Þorleikur
hann vildi forða Bolla frá ömurlegu heimili
Til þess að bæta samskiptin við Kjartan vildi Bolli gefa honum
jörð
sverð
hesta
skjöld
skarlatsklæði
Meðan Bolli var drepinn
þvoði Guðrún þvott
vakti Guðrún bræður sína
spann Guðrún garn
vann Guðrún ost úr mysu
horfði Guðrún á
Gellir Þorkelsson
stofnaði klaustur á Helgafelli
varð hirðmaður Haralds hárfagra
er grafinn í Hróarskeldu
drukknaði á Breiðafirði
er talinn höfundur Saltarans
Þórður Ingunnarson skildi við fyrri konu sína á þeim forsendum að hún
héldi framhjá honum
gengi í brókum með klofbót
hefði slegið hann kinnhest
hefði strítt honum á Guðrúnu
gengi í karlmannsskyrtu
Snorri goði gaf Auðgísli öxi til þess að
hann gæti varið aldraðan föður sinn
hann gæti sýnt sig með hana á þingi
hann gæti farið með Bolla í bardaga
hann gæti drepið Þorgils Hölluson
hann gæti komið á friði í Bjarneyjum
„Þar næst sat ungur maður. Hann var í bláum kyrtli og í svörtum brókum og gyrður í brækur. sá maður var réttleitur og hvítur á hárslit og vel farinn í andliti, grannlegur og kurteislegur.“
Hér er lýst
Gelli Þorkelssyni
Þorleiki Bollasyni
Þórði ketti Þórðarsyni
Bolla Bollasyni
Þorgísli Höllusyni
Þórdís Snorradóttir giftist
Bolla Bollasyni
Þorleiki Bollasyni
Þorkeli Eyjólfssyni
Þórði ketti Þórðarsyni
Gelli Þorkelssyni
„Hún kvaðst hafa hitt Kjartan Ólafsson ... „og aldrei hefur hann verið vasklegri en nú, og er það eigi kynlegt að slíkum mönnum þyki allt lágt hjá sér.“