Settu kross framan við eitt rétt svar hverju sinni.
Þeir Kjartan og Bolli voru þannig skyldir að
þeir áttu sama afa
Unnur djúpúðga var langamma beggja
þeir áttu sama föður
þeir áttu sömu ömmu
þeir áttu sömu mömmu
„Hann var allra manna vænstur þeirra er fæðst hafa á Íslandi. Hann var mikilleitur og vel farinn í andliti, manna best eygður og ljóslitaður. Mikið hár hafði hann og fagurt sem silki og féll með lokkum, mikill maður og sterkur eftir því sem verið hafði Egill móðurfaðir hans eða Þórólfur. ... var hverjum manni betur á sig kominn svo að allir undurðust þeir er sáu hanna. Bestur var hann og vígur en flestir menn aðrir. Vel var hann hagður og syndur manna best. Allar íþróttir hafði hann mjög umfram aðra menn ...“ Þetta er lýsing á
Hrúti
Ólafi pá
Kjartani
Höskuldi
Bolla
Einn mann drap Kjartan Ólafsson um ævina. Sá var
Stígandi
Auðunn festargarmur
Þorkell á Hafratindum
Bolli
Guðlaugur
Í draumum Guðrúnar táknar gullhringurinn
Bolla
Kjartan
Krist
Þórð
Þorvald
Án svarti fær seinna viðurnefnið
hrísmagi
hvíti
mjólkurskegg
velsporrekjandi
Bollabani
Hvers vegna segir Kjartan að Guðrún geti ekki komið með sér til útlanda?
Hún þarf að sjá um föður sinn, bræður og heimilið á Laugum
Ólafur pái segir drauma sína boða að þau megi ekki fara saman
Hann er hræddur um að hún taki kristna trú
Það er ekki pláss á skipinu
Hann veit að konungur mun taka Guðrúnu frá honum
Sú sem segir til ferða Kjartans þegar honum er veitt fyrirsát er