Settu kross framan við eitt rétt svar hverju sinni.
„Hann lagðist þegar í hernað og herjaði víða um Skotland og fékk jafnan sigur. Síðan gerði hann sætt við Skota og eignaðist hálft Skotland og varð konungur yfir.“
Hvernig tengist þessi maður Unni djúpúðgu?
Hann var bróðir hennar
Hann var maður hennar
Hann var mágur hennar
Hann var barnabarn hennar
Hann var sonur hennar
Mýrkjartan Írakonungur býður Ólafi pá
að verða yfirmaður lífvarðasveitar
að taka kristna trú
að taka við konungdómi
að flytja fóstru Melkorku til Íslands
að þiggja smíðavið
Hvaða erindi átti Eldgrímur í Laxárdal?
Hann vildi stela hrossum Þorleiks
Hann ætlaði að gifta dóttur sína þangað
Hann vantaði skjól fyrir óvinum
Hann vantaði stað til að búa á
Hann vildi magna seið gegn Hrúti
Án hrísmagi er maður nefndur. Hvað er þetta hrís sem sett var í maga hans?
grjón
fiður
klaki
möl
lyng
Hvað varð um Ólafssyni eftir dauða Bolla?
Þeir voru drepnir
Þeir fórust á Breiðafirði
Þeir voru dæmdir til skóggangs
Þeir voru óáreittir í Laxárdal
Þeir fóru utan
Maðurinn sem veldur deilum milli hjónanna Guðrúnar og Þorkels nefnist
Ásgeir æðikollur
Þorsteinn Kuggason
Auðunn skökull
Gunnar Þiðrandabani
Víga-Hrappur
Hvers vegna tekur Kjartan Ólafsson kristna trú?
Hann vill gera allt til að losna úr gíslingu og komast til Íslands
Hann fer í jólamessu í Niðaróskirkju og gengur út frelsaður maður
Hann dreymir draum þar sem kona segir að hann sé útvalinn
Vegna frétta frá Íslandi að kristni hafi verið lögtekin þar
Konungur setur honum afarkosti fyrir að hafa viljað brenna sig inni
Helsti ráðgjafi Guðrúnar Ósvífursdóttur var
Þórhalla málga
Bolli Bollason
Snorri goði
Gestur Oddleifsson
Þorgils Hölluson
Hvert er gangverð á ambáttum hjá Gilla hinum gerska?