[Íslandsklukkan] [Halldór Laxness] [Kennsluvefir Hörpu Hreinsdóttur]
 
 
Glósur úr Hinu ljósa mani
Kaflar
Hvar
Hverjir
1. kafli
Bræðratunga
Snæfríður er 32 ár þegar þessi bók hefst og gift Magnúsi í Bræðratungu. 
Komið er með Magnús drukkinn heim.
2. kafli
Bræðratunga
Rifjuð upp saga Magnúsar; drykkjuskapur hans og hjónaband þeirra Snæfríðar. 
Vigfús sýslumaður kemur og segir að Magnús hafi selt Bræðratungu fyrir slikk.  Hann gefur Snæfríði hest.  Hún skipar að láta slátra hestinum þegar Vigfús er farinn.
3. kafli
Skálholt
Snæfríður spjallar við Jórunni systur sína.  Jórunn lofar að biðja föður þeirra að redda sölunni á Bræðratungu þannig að kaupin gangi til baka.
4. kafli
Bræðratunga
Magnús dettur í það.  Hann selur dönskum svínahirði og íslenskum glæpamanni Snæfríði fyrir brennivín.
5. kafli
Bræðratunga
Dómkirkjupresturinn kemur á fund Snæfríðar.  Hann segir henni af nýjustu afrekum Magnúsar og hvetur hana til að skilja við hann. 
6. kafli
Bræðratunga
Magnús kemur heim. 
Jón Hreggviðsson kemur í heimsókn og vill borga Snæfríði spesíu.  Arnas hefur stefnt Jóni á sinn fund því mál Jóns hefur ekki verið tekið aftur upp eins og fyrirskipað var (sbr. Íslandsklukkan20. kafli) því faðir Snæfríðar stakk málinu undir stól. 
7. kafli
Bræðratunga
Magnús kemur drukkinn heim.  Hann heldur að það sé maður í kistu Snæfríðar.  Hann betlar silfur af Snæfríði en fær ekki. Um nóttina reynir hann að drepa Snæfríði með exi.  Snæfríður fer í Skálholt um nótt. 
8. kafli
Skálholt; 
kvöldverður á vegum biskupshjóna
Arnas er staddur í Skálholti.  Erindi hans er að rannsaka hagi íslensku þjóðarinnar, þ.á.m. ástand verslunar og dómsmála í landinu - fyrir konung.
9. kafli
Skálholt; 
dyngja biskupsfrúar
Arnas, Snæfríður og biskupsfrúin spjalla saman.  Arnas segir þeim frá Róm.
10. kafli
Skálholt
Arnas og Snæfríður ræðast við, m.a. um mál Jóns Hreggviðssonar
11. kafli
Skálholt
Magnús í Bræðratungu vill ná tali af Snæfríði en er synjað. Hann talar við biskupinn og Arnas Arnæus en hvorugur vill aðstoða hann.  Dómkirkjupresturinn segist fús að tala við Magnús einhverja nóttina.
12. kafli
Skálholt
Arnas og Snæfríður rifja upp gamlar minningar.
13. kafli
Skálholt
Biskupsfrúin talar við Snæfríði og segir henni að Magnús hafi kært Arnas fyrir að sofa hjá Snæfríði. Snæfríður snýr út úr og neitar öllu.  Snæfríður fer seint um kvöld til Arnasar.  Njósnað er um þau.
14. kafli
Skálholt
Snæfríður talar við dómkirkjuprestinn. Hún segist hafa séð hann njósna um sig og Arnas.  Prestafundur er haldinn í Skálholti.  Dómkirkjupresturinn les upp bréf frá Magnúsi í Bræðratungu þar sem hann ásakar Arnas og Snæfríði um að drýgja hór.  Arnas kærir Magnús fyrir sýslumanni. 
15. kafli
Skálholt
Arnas stefnir valdsmönnum landsins fyrir dómsafglöp, þ.á.m. Eydalín lögmanni.  Jórunn færir Snæfríði afrit af stefnu Arnasar og sendibréf frá móður þeirra.  Snæfríður fer heim í Bræðratungu.
16. kafli
Bræðratunga
Snæfríður kemur heim.  Hún talar við Vigfús sýslumann og segist vilja láta skrá Magnús fyrir jörðinni Bræðratungu.  Ef Magnús verði dæmdur fyrir ærumeiðingar í garð Arnasar er gott að hann eigi eitthvað til að borga fésektina. 
Magnús fer að heiman á fyllerí. 
17. kafli
Bræðratunga
Dómkirkjupresturinn kemur að finna Snæfríði. Hann biður hana afsökunar á að hafa lesið upp bréfið frá Magnúsi.  Búið er að dæma Magnús og er hann nú eignalaus.  Hann varar Snæfríðir við því að Eydalín verðir dæmdur frá eignum og æru innan fárra vikna.  Hann býður Snæfríði alla þá fjárhagsaðstoð sem hún vill þiggja til að reka mál föður síns.  Snæfríður leggst í rúmið við þessi tíðindi. 
Magnús kemur heim af fylleríi.
18. kafli
Þingvellir
„Glæpamenn“ spjalla saman um réttarfar o.fl.,  þ.á.m. Jón Hreggviðsson.
19. kafli
Bræðratunga 
Þingvellir
Snæfríður rís úr rekkju og heldur til þings.  Hún hittir föður sinn. Hún vill fá að játa hórdóm með Arnasi fyrir dómstólum, til að bjarga Magnúsi og koma höggi á Arnas.  Faðir hennar vill ekki að hún geri ættinni þá skömm.
20. kafli
Þingvellir
Snæfríður hittir 3 sakakonur og skiptir á klæðum við þær.  Hún hittir Jón Hreggviðsson sem falar hana sem vinnukonu.  Hann segir henni að búið sé að dæma föður hennar frá æru og embætti og allar eigur hans skuli falla til konungs.  Jón gefur henni spesíu að skilnaði. 
Hún finnur Magnús fullan og lemstraðan milli þúfna og byrjar að hjúkra honum og þvo. 
Gert í apríl 2010
Harpa Hreinsdóttir