Einstaklingsverkefni úr Eldi í Kaupinhafn
Hér á eftir er bent á ýmis atriði sem máli kunna að skipta. Ætlast er til að hver nemandi svari þessum spurningum jafnóðum og hann/hún les bókina. Bent skal á að þægilegt getur verið að vinna svörin með félaga þótt hver skrifi sína útgáfu af svörunum.
2. kafli: Skoðaðu meðferð mismunandi dómsstiga á máli Magnúsar í Bræðratungu. Er einhver sérstök ástæða fyrir því að Arnas er dæmdur sekur í hæstarétti (sem er í Danmörku)? Hvaða ályktun má draga um réttarfar af þessari málsmeðferð (hafðu einnig í huga mál Jóns Hreggviðssonar)?
Er hugsanlegt að bókin Skálda sé tákn? (Hafðu í huga: Jón Marteinsson stelur Skáldu, Magnús í Bræðratungu fær Snæfríðar. Hvernig tengist þetta ævistarfi Arnasar og því hlutskipti sem hann hefur valið sér í lífinu?)
5. kafli: Athugaðu samtal Arnasar og
etatsráðsins.
Hvernig bregst Arnas við Íslandslýsingu hin
síðarnefnda?
Hafa samskonar viðbrögð sést annars staðar
í
bókinni (hjá einhverri annarri persónu)?
Athugaðu sérstaklega orð etatsráðsins um
notagildi/gagnsemi Íslands og orð Úffelens.
Lýsa
orð þeirra almennri skoðun útlendinga á
þessum
tíma, að þínu mati? Taktu einnig eftir
orðum
etatsráðsins um danska kaupmenn. Hefur svipuð
orðræða
komið áður fram í sögunni?
6. kafli: Hvaða kona er það sem kemur til fundar við Beyer amtmann? Hvað vill hún honum? Skrifaðu nokkrar línur um hvernig lýsingar á húsakosti á Þingvöllum tengjast lýsingum á versnandi kjörum/vaxandi eymd Íslendinga.
7. kafli: Hvers vegna er Jón Hreggviðsson hættur að kveða Pontusrímur?
8. kafli: Skoðað breytinguna sem verður á málfari/orðalagi Jóns Hreggviðssonar. Í hverju er þessi breyting fólgin og hvers vegna skiptir hann um talsmáta/málsnið?
10. kafli: Athugaðu muninn á Gullinló (sem er höfuðsmaður Íslands) og Snæfríði (sem er að sumu leyti tákn Íslands). Skoðaðu sérstaklega klæðnað (útgang), útlit, áhugamál og menntun, eftir því sem í hana verður ráðið. Ræða Snæfríðar er með þekktustu atriðum í bókinni. Til hvers/hvaða atburða vitnar Snæfríður? Eru einhverjar aðrar persónur í sögunni sem tala á sömu leið, í varnarskyni eða öðru skyni? Berðu saman orð Gullinlós og orð etatsráðsins, í 5. kafla. Skoðaðu lokaorð Snæfríðar í þessum kafla. Hvers vegna hefur skoðun hennar breyst?
11. kafli: Hvers vegna eignar Jón Hreggviðsson Snæfríði svo margt í ræðu sinni?
12. kafli: Taktu eftir framtíðarsýn Snæfríðar og Arnasar. Hvers vegna rætist hún ekki? Hafðu þessa lýsingu í huga og berðu saman við örlög þeirra tveggja sem verða.
13. kafli: Ræða Arnasar í þessum kafla er mjög fræg. Hvert er aðalatriðið í henni?
18. kafli: Skoðaðu lýsinguna á biskupshjónunum í lok kaflans. Hvaða ályktun má draga af litalýsingum?