Einstaklingsverkefni úr Hinu ljósa mani
Hér á eftir er bent á ýmis atriði sem máli kunna að skipta. Ætlast er til að hver nemandi svari þessum spurningum jafnóðum og hann/hún les bókina. Bent skal á að þægilegt getur verið að vinna svörin með félaga þótt hver skrifi sína útgáfu af svörunum.
3. kafli: Berðu saman þær systur Snæfríði og biskupsfrúna. Athugaðu framkomu þeirra og talsmáta, viðhorf þeirra til lífsins (t.d. hamingjunnar) og finndu út hvers vegna viðhorf þeirra til Arnasar er svo ólíkt. Er líklegt að orð biskupsfrúarinnar um danska kaupmenn séu hennar eigin eða ættuð annars staðar frá?
5. kafli: Er eitthvað kunnuglegt í viðræðum Snæfríðar og dómkirkjuprestsins? (Sjá 8. kafla Íslandsklukkunnar.)
7. kafli: Hvaða bók er Magnús í Bræðratungu að tala um í þessum kafla?
8. kafli: Athugaðu muninn á viðmóti biskupsfrúar við Arnas og hvernig hún talar um hann. Berðu þetta saman við orð hennar um Arnas í samtali við Snæfríði í 3. kafla.
9. kafli: Hverjir eru þessir Íslendingar sem Arnas segist hafa hitt í Róm? Hvernig má skýra samfundi þessa fólks? Hvers vegna telur hann upp öll þessi þjóðaheiti? Hvað eiga þessar þjóðir sameiginlegt? Hvers vegna er enginn Íslendingur lengur meðal fólksins?
10. - 12. kafli: Berðu saman samskipti Arnasar og Snæfríðar í 10. og 12. kafla. Hvað er einkum ólíkt á þessum fundum þeirra? Er hugsanlegt að ásakanir Magnúsar í 11. kafla hafi valdið þar einhverju um?
13. kafli: Athugaðu orð Snæfríðar um gildi svardaga. Samrýmist þetta því sem hún hefur áður sagt um réttarfar, t.d. í 10. kafla? Hvaða maður er það sem njósnar um hana og Arnas?
14. kafli: Hvað má ráða um persónu dómkirkjuprestsins af lýsingunni í þessum kafla? Hvers vegna aðstoðar hann Magnús í Bræðratungu?
18. kafli: Athugaðu lýsingar á sakamönnum og því sem þeirm hefur verið gefið að sök. Hvar má finna svipaðar lýsingar í sögunni til þessa? (Þ.e. í Íslandsklukkunni og Hinu ljósa mani.) Er einhver sakamannanna málpípa höfundar?
19. kafli: Athugaðu þau ráð sem Snæfríður vill grípa til á alþingi. Hvernig lítur hún á réttarfar og dóma, skv. þeim? Hvers vegna vill hún klekkja á Arnas Arnæusi?
20. kafli: Athugaðu klæðnað
Snæfríðar
og berðu saman við fyrri lýsingar - hefur eitthvað
breyst?
Athugaðu einnig lýsingu á klæðaburði
hennar
eftir að hún hefur skipt fötum við „hinar
þrjár
sýknu“. Hvers vegna er lýsingin svona
nákvæm?
Athugaðu breytinguna á veðurfari frá
því
sem var í 19. kafla. Má tengja þetta
eitthvað
tilfinningum Snæfríðar?