Verkefni
úr einstökum köflum
[Sjálfstætt fólk] [Halldór Laxness] [Kennsluvefir Hörpu Hreinsdóttur] Blaðsíðutal á við 6. útg. frá 1996.
Ath. Þessi verkefni er ágætt að vinna jafnóðum og sagan er lesin og koma sér þannig upp vinnubók. Það gæti nýst vel í upplestri undir próf.
1. kafli „Kólumkilli“
Taktu vel eftir þessari
þjóðsögu
sem sagan hefst á. Reyndu að læra helstu atriði
hennar,
svo þú getir sagt hana nokkurn veginn skammlaust.
2. kafli „Jörðin“
Teiknaðu mynd/kort sem sýnir
staðhætti,
eftir því sem þeim er lýst í
sögunni.
Hvers vegna vill Bjartur skipta um nafn á
bænum?
3. kafli „Brúðkaup“
Ímyndaðu þér að
þú
hafir verið gestur í brúðkaupi þeirra
Bjarts
og Rósu. Segðu vini þínum (t.d. sessunaut)
frá
brúðkaupinu og reyndu að segja frá ræðu
skáldkonunnar á Útirauðsmýri, eftir
minni.
4.- 5. kafli „Skýjabrok“ og
„Leyndarmál“
Hvernig er Rósu innanbrjósts,
þegar
hún kemur fyrst í Sumarhús?
„O, ætli sumir hafi ekki komið eins
nálægt
sumum einsog þeir kærðu sig um? Best gæti
ég
trúað því“ (bls. 39).
Útskýrðu
hvað Bjartur á við með þessum orðum.
„Svona var þeirra hjónaband“ (bls. 41).
Hvernig var það? Svaraðu í 30- 50 orðum.
7. kafli „Hjartveikin“
Athugaðu mataræði Rósu og
Bjarts.
Hvað vantar Rósu?
Hvernig lýsa veikindi Rósu sér?
Hvað er að henni?
9. kafli „Skógarför“
Hvers vegna reynir Rósa að fela sig fyrir
gestunum? Hvert er álit Bjarts á þessum gestum?
Hvernig
kemur matarsmekkur Bjarts fram í þessum kafla?
13. kafli „Skáldkonan“ Hvert
virðist
vera viðhorf Rósu til skáldkonunnar?
Að hverju er ýjað í lok 13.
kaflans?
18. kafli „Útirauðsmýri“
Um hvað snýst samtal Bjarts og
maddömunnar
í rauninni? Athugaðu sérstaklega bls. 122 í
þessu
sambandi; Hvað er Bjartur að hugsa og hvernig skilur maddaman
orð
hans?
19. kafli „Lífið“
Hvers vegna finnst Bjarti að hann hefði
"sjaldan
verið jafnósjálfstæður í hjarta og
þetta
kvöld" (bls. 124)?
20. kafli „Erindagerðir“
„...um dauða Rósu spunnust dulrænar
sögur, ... og lék ekki á tveim túngum hver
væri
orsökin ...“ (bls. 126). Af hverju mynduðust slíkar
sögur
um dauða Rósu? - Semdu eina svona dulræna
kjaftasögu
og vertu tilbúin(n) að segja einhverjum félaga
þínum
hana!
Skrifaðu örstutta lýsingu á
prestinum,
eins og þér kemur hann fyrir sjónir.
21. kafli „Líkmenn“
Skrifaðu lýsingu í örstuttu
máli
um sérhvern líkmannanna (sjá einnig 10. kafla) -
eitthvað
á þessa leið: Einar í Undirhlíð:
„nútímaskáld“,
fátækur, skuldugur við hreppstjórann og Finsen
(lækni?), píndur til að kjósa „rétt“.
Ólafur í Ystadal:
Þórður í Niðurkotinu:
Fjallkóngurinn:
24. kafli „Frostsins eldur“
„Það sem hundurinn leitar að, finnur
hann
hjá manninum.“ „Það sem maðurinn leitar að,
finnur
hann í glyrnum hundsins“ (bls. 152). - Ræðið
þessar
fullyrðingar. Hvað er átt við? Eruð
þið
sammála þessu?
Hvaða þýðingu hefur hin einkennilega þula gömlu konunnar í lok kaflans? Af hverju fer sú gamla með hana?