25. kafli „Vetrarmorgunn“
Athugaðu upphaf kaflans - hvað er
sérstakt
við stílinn? (Athugaðu andstæður,
endurtekningar,
þrítekningar, stuðlasetningu o.s.fr.)
Reyndu að setja þig í spor Nonna
litla.
Hvað er hann gamall? Hverjar eru „helstu nautnir þessa
heims“,
skv. draumum Nonna litla? Kannast þú við eitthvað
í þessum kafla úr eigin bernsku?
Athugaðu vísurnar á bls. 162. Eru
þær
til í raunveruleikanum?
Hvaða veikindi hrjá móður Nonna?
26. kafli „Dagur“
Athugaðu mataræði fólksins sem
lýst
er í upphafi kaflans. Finnst þér eitthvað
skorta
þar á?
Af hverju vill hreppstjórinn endilega
hjálpa
fólkinu í Sumarhúsum?
27. kafli „Kvöld“
Athugaðu bls. 191: „... iss, hún er bara
manneskja
að hálfu leyti, það vantar á hana hitt og
þetta
...“ Hvað vantar á Ástu Sóllilju?
28. kafli „Bókmenntir“
Hvernig finnst þér námsefnið
sem Ásta Sóllilja lærir? Af hverju vill Bjartur
sjá
sjálfur um menntun hennar? Finnst þér eitthvað
sérstakt vanta í menntun Ástu Sóllilju?
31. kafli „Um saung“
Um hvað fjalla sögurnar sem Finna segir
Nonna
litla? Berðu þær saman við sögur og
kvæði
ömmu hans Nonna. Hvernig er Bjartur vanur að dreifa huganum?
32. kafli „Um heiminn“
Gerðu lista yfir klæðnað
Ástu
Sóllilju eða teiknaðu mynd af henni í
sparifötunum
:) Er hún fín?
Reyndu að setja þig í spor
Ástu
Sóllilju í kaupstaðnum. T.d. geturðu skrifað
eina blaðsíðu þar sem þú lýsir
kaupstaðarferðinni, eins og þú værir
Ásta
Sóllilja.
Athugaðu bls. 233 - 234: Hvað gerist? Hvernig
skilur Bjartur þennan atburð? En Ásta Sóllilja?
33. kafli „Kúgun mannanna“
Berðu saman líðan barnanna, eins og
henni
er lýst á síðu 241, og líðan
Rósu,
í kaflanum „Þurrki“, bls. 54. Hvað er líkt og
hvað
ólíkt í þessum lýsingum?
34. - 35. kafli
„Stórviðburðir“,
„Gesturinn“
Hvaða þýðingu hefur
veiðimaðurinn
fyrir hugmyndir og þrár barnanna? Hver getur verið
skýringin
á því að að aðkomumenn veiða
nýmeti
á jörð Bjarts, en fjölskyldan þjáist
af skorti?
„Um nóttina dreymdi Ástu
Sóllilju
aftur og aftur að eplisbitinn hrykki uppúr hálsi
hennar“
(bls. 251); Hvernig má skýra þennan draum
Ástu
Sóllilju? (Sjá einnig bls. 240 og 227.)
36. kafli „Bygging“
Taktu eftir því sem Bjartur segir um
byggingarframkvæmdir
sínar hér og annars staðar. Hvað segja orð
hans
og framkvæmdir okkur um langtímamarkmið hans?
37. kafli „Eitt smáblóm“
Hvernig getur staðið á
blóðmörkuðu
kindinni? Taktu eftir fíflinum sem stingur fram kolli um
páska.
Hvaða hugrenningartengsl kalla orðin "eitt eilífðar
smáblóm" á hjá íslenskum lesanda?
38. - 39. kafli „Stríðið“,
„Dauði
á vorin“
Þessir kaflar segja frá atvikum sem
alltaf
gátu komið fyrir í búskap
heiðarbóndans.
Er Bjarti ljúft að farga kúnni? Getur hann að
einhverju
leyti kennt sjálfum sér um hvernig fór (sbr. 37.
kafla)?