41. kafli, „Rottugángur“
Hvers vegna kaupir Bjartur kött?
Hvaða skýring gæti verið
á
hinum dularfullu atburðum í fjárhúsinu?
42. kafli, „Vinstri vángi“
Hvert er viðhorf Bjarts til Ástu
Sóllilju?
En hennar til hans?
Hvað eftir annað er vikið að
þeim
mun sem er á vinstri og hægri vanga Ástu
Sóllilju.
Hvernig getur staðið á þessum mun? Tengist hann
e.t.v.
draumi og veruleika? (Íhugaðu í þessu sambandi
hvernig daglegt líf Ástu Sóllilju er og hvaða
hugsanir eða dagdrauma hún elur með sér.)
43. kafli, „Samtal við æðri
öfl“
Er einhvers staðar í þessum kafla
að
finna vísbendingu um það hvers konar öfl eru
að
verki í fjárhúsi Bjarts? Skoðaðu
sérstaklega
vel bls. 307.
46. kafli, „Réttvísin“
Hvað verður um Helga?
Hvers vegna fer hann?
Hvaða dag hverfur hann? (Sbr. upphaf 46. og 47.
kafla.)
Gæti það haft einhverja táknræna merkingu?
48. kafli, „Ó púra
oftími“
Skoðaðu samtal Nonna litla og Gvendar;
Hverjir
hafa mest áhrif á skoðanir þeirra? Kannast
þú
við eitthvað úr eigin bernsku/æsku í
lýsingunum
á hugarástandi barnanna?
49. kafli, „Betri tímar“
Skrifaðu örstutta lýsingu á
kennaranum.
Lýstu útliti, aldri, fjárhag o.fl.
50. kafli, „Skáldskapur“
Um hvern er Ásta Sóllilja að hugsa
á síðu 355?
51. kafli, „Guð“
Hvaða tilfinningar ber Ásta
Sóllilja
til kennarans?
Hvernig lýsa veikindi hans sér?
52. kafli, „Óskastundin“
Hvers óska börnin sér?
Hvaða meðal bætti heilsu kennarans svo
skjótt?
56. kafli, „Stóra systir“
Hvað heldur Nonni litli að ami að
Ástu
Sóllilju? Hvernig reynir hann að hugga hana?
57. kafli, „Dreingurinn og löndin“
„... hún gaf honum fátækustu
jól
þjóðarinnar sem veganesti þegar hann fór
útí heiminn, og hann vissi að uppfrá
þessu
mundi hún ekki framar halda jól.“ (bls. 396.) Hvað er
eiginlega átt við með „fátækustu jól
þjóðarinnar“?
59. kafli, „Það er ég“
Hvaða tilfinningar ber Bjartur til Ástu
Sóllilju
í þessum kafla? (Sjá einnig 58. kafla.)
Útskýrðu
breytni hans.
Settu þig í spor Ástu
Sóllilju
og skrifaðu eina blaðsíðu um hugrenningar hennar -
í
þykjustunni skrifaða daginn eftir að atburðirnir
gerðust.