60. kafli, „Þegar Ferdínand
var skotinn“
Hvaða heimstríð geisar?
Hvert er viðhorf gangnamanna til
stríðsins?
61. kafli, „Trúmál“
Af hverju reisir Bjartur Gunnvöru
minnisvarða?
62. og 63. kafli, „Aðgaungumiðar“,
„Grettir
vakir“
Hvað felst í vísunni sem Bjartur
sendir
Ástu Sóllilju?
64. kafli, „Samtal um draumalandið“
Hvort þeirra Gvendar eða Ástu
Sóllilju
líkist Bjartri meira í þessu bindi
Sjálfstæðs
fólks?
65. kafli, „Amríka“
Skoðaðu þennan kafla og fyrri kafla.
Skrifaðu
síðan 1/2 síðu um ferðaáætlanir
Gvendar og hvers vegna þær stóðust ekki.
67. kafli, „Gæðíngurinn“
Hvað býr undir áhuga Ingólfs
Arnarsonar á byggingarmálum Bjarts? Er hann að reyna
að hjálpa föður sínum við að
ná
Sumarhúsum aftur eða er hann bara að hugsa um eigin
vinsældir,
svona rétt fyrir kosningar? Er hugsanlegt að eitthvað
sé
líkt með hestakaupum Gvendar og húsbyggingu Bjarts?
68. kafli,
„Nútímaskáldskapur“
Taktu vel eftir ummælum Bjarts um annarra manna
brauð í upphafi kaflans. Hér skiptast þau
á
skilaboðum Ásta Sóllilja og Bjartur. Berðu saman
síðustu orð þeirra hvors um sig í
þessum
skilaboðum (bls. 480 og 481).
Um hvað er vísa Bjarts? Hvaða
skilaboð
til Ástu Sóllilju felast í henni?
69. kafli, „Þegar maður er ekki
giftur“
Athugaðu álit Bjarts á konum, bls.
483- 84. Kemur það heim og saman við framkomu hans
við
Rósu, Finnu og Ástu Sóllilju?
71. kafli, „Tröll á haustin“
Hverjir eru helstu kostir Brynju í augum
Bjarts?
En ókostir? - Hvaða álit hefur þú
á
Brynju? Svaraðu þessu á 1/2 til 1 síðu.
Hvaða hugsanir og kenndir halda vöku fyrir
Bjarti,
á bls. 494- 95?
Af hverju sendir Bjartur Brynju á brott?
72. kafli, „Þá
hugsjónir rætast“,
og 73. kafli, „Hundar, sál o.fl.“
Hvers vegna missir Bjartur Sumarhús?
Hvaða umræðuefni hleypa hita í
Bjart
í viðræðum hans við vini sína?
Verkefni
úr einstökum köflum
74. kafli, „Annarra manna brauð“
Hvað er það í máli
verkfallsmanna
sem gerir Bjart öðrum þræði vinsamlegan
í
þeirra garð og baráttunnar sem þeir heyja?
Hvernig stendur á því að
Bjartur
brýtur eina af grundvallarreglum sínum og étur
annarra
manna brauð? (Koma ummælin um Rússakeisara
því
eitthvað við?)
Er hægt að líta á
það
sem táknrænt að einhverju leyti að Bjartur skilur
son sinn, Gvend, eftir hjá verkfallsmönnunum?
75. kafli, „Rússakeisari fallinn“
Að hvaða leyti hafa viðhorf Bjarts
breyst?;
Hvers vegna fer hann til Ástu Sóllilju? Hverjar eru
tilfinningar
hennar til hans?
76. kafli, „Blóð í grasi“
Skoðaðu kaflann sem lýsir för
Bjarts
frá Sumarhúsum og tvo fyrstu kafla bókarinnar;
Tengjast
þessar lýsingar á einhvern hátt?
Skrifaðu hálfa til eina
blaðsíðu
um framtíð Bjarts, Beru gömlu, Ástu
Sóllilju
og barnanna.