[Sjálfstætt fólk] [Halldór Laxness] [Kennsluvefir Hörpu Hreinsdóttur] Blaðsíðutal á við 6. útg. frá 1996
 
 

Verkefni úr Erfiðum tímum, Veltiárum og Sögulokum Sjálfstæðs fólks

Vinnið eftirfarandi verkefni 2 til 3 saman.  Til verksins er ætluð ein kennslustund. Skrifið niður stutt svör (svona hálfa síðu við hverja spurningu) og verið tilbúin að flytja hluta svaranna munnlega í næsta tíma.  Ég mæli með því að allir eignist eintök af svörunum því þau geta nýst sem glósur.

Ræðið tilvitnanirnar  hér á eftir. Hvað er verið að meina? Eruð þið sammála eða ósammála? Hvernig verður framtíð Bjarts, Ástu Sóllilju, Hallberu og barnanna?
 

Líf Bjarts: „Það er til í útlendum bókum ein heilög saga af manni, sem varð fullkominn af því að sá í akur óvinar síns eina nótt. Sagan af Bjarti í Sumarhúsum er saga mannsins, sem sáði í akur óvinar síns alt sitt líf, dag og nótt. Slík er saga sjálfstæðasta mannsins í landinu.“ (s. 524)

Líf Ástu Sóllilju:     „ ... móðir hennar dó áðuren hun gat gefið henni ósk, hún þá ekki í vöggugjöf annað en óskir eins hundkvikindis; ...“ (s. 196)
                               „ ... líf hennar hafði verið lagt í rústir áðuren það hófst, einsog hús Guðbjarts Jónssonar og sjálfstæði ...“ (s. 523)
 


 
 
 
 

Síðast breytt í mars 2010.
Harpa Hreinsdóttir.