Hvað hét turninn sem sagt er frá í Mósebók?
- Babblturninn
- Batsheban
- Balalajkaturn
- Babelturninn
- Bitbeinsturn
Elstu skrifaðar heimildir eru taldar
- frá því um 4000 f. Kr.
- frá því um 6000 f. Kr.
- frá því um 8000 f. Kr.
- frá því um 10.000 f. Kr.
- frá því um 12.000 f. Kr.
Dæmi um tabú sem tengist notkun tungumáls er
- að bannað er að þýða Kóraninn á önnur mál
- að ekki má ganga afturábak því þá gengur maður móður sína í gröfina
- að óæskilegt er að nota enskar slettur í íslensku
- að reynt er að koma í veg fyrir að börn skrolli
- að bannað er að gefa út Íslendingasögurnar með nútímastafsetningu
Þessir þrír menn áttu mikinn þátt í að greina skyldleika indóevrópskra tungumála:
- William Jones, Rasmus Chr. Rask og Jakob Grimm
- Rasmus Chr. Rask, Jakob Grimm og Winston Churchill
- Jakob Grimm, Winston Churchill og Ludwig Wittgeinstein
- Winston Churchill, Ludwig Wittgeinstein og William Jones
- Ludwig Wittgeinstein, William Jones og Rasmus Chr. Rask
Ein þeirra aðferða sem menn beittu til forna, til að greina upprunalegt tungumál mannkyns, var að
- kanna hvað menn sögðu upp úr svefni
- einangra smábörn og greina fyrsta orðið sem þau sögðu
- dáleiða fólk aftur til fyrra lífs
- bera saman tungumál frá því fyrir ísöld
- finna út hvert væri göfugasta tungumál jarðar