Smelltu á bókstafinn við eina rétta möguleikann hverju sinni.
Indóevrópskum málum er skipt í tvo flokka, sem heita
- katem og hundem
- kafka og sator
- tenet og orat
- kentum og satem
- langua mater og lingua patris
Íslenska telst til
- norðurnorrænna mála
- suðurnorrænna mála
- austurnorrænna mála
- vesturnorrænna mála
- miðnorrænna mála
Eitt eftirtalinna mála er ekki indóevrópskt. Það er:
- albanska
- gríska
- baskneska
- tokkaríska
- hollenska
"Atta unsar þu in himinam" er upphaf faðirvorsins á
- fornensku
- frumnorrænu
- esperanto
- gotnesku
- norn
Það að orðið pater í latínu samsvari faðir á íslensku og caput samsvari höfuð er dæmi um kerfisbundna samsvörun sem kallast:
- latneska tilfærslan
- Rask-lögmálið
- frumnorræna stafalögmálið
- germanska hljóðfærslan
- indóevrópsk hljóðskipti
"Ek Hlewagastir horna tawido". Þessi klausa er á
- indóevrópsku
- frumgermönsku
- frumnorrænu
- fornnorrænu
- fornnorðlensku
Rúnir voru m.a. notaðar til að
- skrifa elstu íslensku handritin
- skrifa konungum og jörlum sendibréf
- skrá heimildir um landnám
- merkja vopn og skartgripi
- iðka rímfræði svo hátíðir kirkjuársins riðluðust ekki
Af eftirtöldu er helsta heimild um landnám á Íslandi:
- Íslendingabók
- Snorra-Edda
- Hérstæða
- Jarðabók
- Konungsbók
Meðal þess sem talið er að hafi hamlað mállýskumyndun á Íslandi er að:
- hér á landi gættu allir tungu sinnar
- hér á landi voru engir ógreiðfærir skógar
- hér á landi ríkti ströng stéttskipting
- hér á landi nærðust menn einkum á fiski
- hér á landi ríkti jafnrétti kynjanna
Víkingaöld er talin standa yfir á tímabilinu
- 450 - 700
- 600 - 850
- 800 - 1050
- 900 - 950
- 1000 - 1550
Tilgangur Fyrsta málfræðingsins með ritgerð sinni var
- að auðvelda íslenska orðflokkagreiningu
- að skrifa kennslubók í hljóðfræði
- að hvetja Íslendinga til að vernda tunguna
- að hanna íslenska stafsetningu
- að festa fót á íslenska tungu
Fyrsta málfræðiritgerðin er talin skrifuð
- á 9. öld (800 - 900)
- á 10. öld (900 - 1000)
- á 11. öld (1000 - 1100)
- á 12. öld (1100 - 1200)
- á 13. öld (1200 - 1300)
Táknið ð í íslensku er komið úr
- fúþark (rúnastafrófinu)
- latínu
- dönsku
- gotnesku
- ensku