Málbreytingar og íslenska
Smelltu á bókstafinn við eina rétta möguleikann hverju sinni.
Það sem gjarna er talið geta breyst í máli er: Orðaforði, beygingarkerfi, merking orða, framburður og
- forsetningar
- setningagerð
- málfræði
- nefnifall
- hljóðvörp
Þegar orðið gastiR varð að gestr (seinna gestur) kallast það
- i-hljóðvarp og stóra brottfall
- u-hljóðvarp og stóra brottfall
- a-hljóðvarp og stóra brottfall
- klofning og stóra brottfall
- hljóðskipti og stóra brottfall
Þegar orðið liusian varð að lýsa kallast það
- i-hljóðvarp og stóra brottfall
- u-hljóðvarp og stóra brottfall
- klofning og stóra brottfall
- hljóðskipti og stóra brottfall
- a-hljóðvarp og stóra brottfall
Þegar orðið etunaR varð jötunn var um að ræða
- i-hljóðvarp og stóra brottfall
- u-hljóðvarp og stóra brottfall
- a-hljóðvarp og stóra brottfall
- klofningu og stóra brottfall
- hljóðskipti og stóra brottfall
Þegar seldan varð að sjaldan var það vegna
- i-hljóðvarps
- u-hljóðvarps
- klofningar
- germönsku hljóðfærslunnar
- hljóðskipta
Þær hljóðbreytingar sem urðu til þess að orðið saku varð sök eru:
- i-hljóðvarp og stóra brottfall
- u-hljóðvarp og stóra brottfall
- klofning og stóra brottfall
- germanska hljóðfærslan og stóra brottfall
- hljóðskipti og stóra brottfall
Dönsk og þýsk áhrif efldust mjög
- eftir kristnitöku, árið 1000
- eftir undirritun Gamla sáttmála, árið 1262
- eftir siðaskipti, árið 1550
- eftir Kópavogsfundinn, árið 1662
- eftir lok fyrri heimstyrjaldarinnar 1918
bresta - brast - brustum - brostið er dæmi um
- sterka sagnbeygingu með hljóðskiptum
- sterka sagnbeygingu með hljóðvarpi
- veika sagnbeygingu með hljóðskiptum
- veika sagnbeygingu með hljóðvarpi
- núþálega sagnbeygingu með hljóðfalli
Það eftirtalinna sem er kringt hljóð er:
- a
- i
- ú
- é
- e
Hljóðdvalarbreytingin fól m.a. í sér
- breytingu á lengd sérhljóða
- breytingu á lengd samhljóða
- breytingu á tónhæð raddar
- breytingu á hraðmæli
- breytingu á stafsetningu íslenskra sagnorða