[Glósur úr Njálu] [Brennu-Njáls saga]
Eftir jól ákveður Flosi að fara að safna liði.
134. kafli: Flosi gengur alla Austfirði - allt austur til Vopnafjarðar og biður höfðingja að koma og styðja sig á þingi. Þiggur ráð af Síðu-Halli, tengdaföður sínum.
135. kafli: Kári og Þórhallur Ásgrímsson heimsækja Gissur hvíta. Gissur segir Kára að fá Þorgeir skorargeir, Þorleif krák og Þorgrím hinn mikla með sér og kúga síðan Mörð Valgarðsson til að taka við vígsmáli Helga Njálssonar gegn Flosa. Vilji Mörður ekki mun Gissur taka Þorkötlu (dóttur sína og konu Marðar) aftur heim.
Mörður er með leiðindi en skiptir skapi um leið og Þorkatla fer að pakka saman. Mörður tekur við málinu, sem Þorgeir skorargeir handsalar honum.
Menn halda til Alþingis. Þórhallur Ásgrímsson er með gríðarlega stórt kýli á fæti.
136. kafli: Flosi kemur með sitt lið - 100 manns. Sigfússynir skreppa heim til búa sinna en stoppa stutt - hitta Flosa aftur. Flosi kemur við í Bræðratungu til að troða illsakir við Ásgrím Elliða Grímsson. Ásgrímur tekur kurteislega við þeim og býður þeim í morgunverð. Ásgrímur reynir að drepa Flosa en mistekst. Flosi vill ekkert gera Ásgrími. Flosi hittir Austfirðinga á Laugarvatnsvöllum
137. kafli: Þorgeir skorargeir og fleiri hittast og fylkja sínu liði - ríða á þing.
138. kafli: Bjarni Brodd- Helgason (austfirskur höfðingi), bendir Flosa að fá sér góðan lögmann. Bendir honum á Eyjólf Bölverksson, sem er talinn þriðji lögkænsti maður á Íslandi, en er víst ansi dýr. Flosi ræður Eyjólf. Flosi gengur og milli höfðingja á þinginu (t.d. norðlenskra) og tryggir sér liðsinni þeirra (t.d. með mútum og gjöfum).
Snorri goði sér hring á hönd Eyjólfs og giskar að Flosi hafi gefið honum.
139. kafli: Ásgrímur, Kári, Gissur, Þorgeir o.fl. hittast og ráða ráðum sínum. Þeir hafa frétt, frá Snorra, um stuðning Norðlendinga við Flosa og að Eyjólfur muni fara með vörnina fyrir Flosa. Gissur bendir á að þeir þurfi líka að biðja liðs. Þeir tala við Skafta Þóroddsson sem er hreint ekki búinn að gleyma spælingum Skarphéðins um árið og vill ekki styðja þá.
Snorri goði er til í að verja þá ef þeir fari halloka og einnig að skilja þá ef þeim gangi vel (þ.e. stöðva bardagann til að minnka mannfall).
140. kafli: Tala við Guðmund ríka. Hann er til í að styðja þá.
141. kafli: Mörður kveður sér hljóðs og flytur mál sitt - sækir Flosa, fyrir hönd Þorgeirs skorargeirs, vegna vígs Helga Njálssonar. Þorgeir skorargeir ákærir Glúm Hildisson um að hafa kveikt í Bergþórshvoli. (Kári ákærir Kol, Gunnar Lambason og Grana Gunnarsson. Fleiri eru ákærðir.)
Eyjólfur Bölverksson telur að Flosi muni pottþétt tapa málinu. Eini sénsinn er að vísa því til hæstaréttar, þ.e. fimmtardóms. Það er hægt ef Flosi segir af sér sem goði (felur bróður sínum goðorðið) og segir sig til þings með goða að norðan. Ef saksóknari (þ.e. Mörður) veit það ekki mun hann stefna Flosa fyrir Austfirðingadóm, eins og eðlilegt er, og þá má tilkynna að rangt sé stefnt því Flosi sé fluttur í Norðlendingagoðorð þá verður að stefna málinu til fimmtardóms. (Þetta passar reyndar ekki við Grágás).
142. kafli: Nú á að dæma. Menn vígbúast. Þórhallur verður eftir í búðinni, því hann hefur fótarmein. Mörður segir fram sakir - í Austfirðingadóm. Tilnefndir eru menn í kviðdóm. Þeir Flosi, þ.e. Ketill úr Mörk, ryðja dómendum úr kviðdómi, vegna tengsla við t.d. Mörð. Eyjólfur er þeirra lögfræðingur. Þórhallur Ásgrímsson bendir á að tengsl við Mörð skipti ekki máli, því hann er einungis sækjandi fyrir hönd annarra. Eyjólfur ryður tveimur úr dómnum þar sem þeir eru ekki bændur. Að ráði Þórhalls er þetta líka leiðrétt því mennirnir tveir eiga nægar eignir til að mega sitja í dómi: Loks lýkur Mörður við að flytja ræðu saksóknara.
143. kafli: Eyjólfur tekur til við vörnina: tilkynnir að málinu sé vísað til rangs dómstóls.
144. kafli: Sendur sendiboði til Þórhalls. Þórhallur mælir með því að stefna Flosa + Eyjólfi fyrir að hafa borið fé í dóminn (mútað dómurunum). Þeim er stefnt til fimmtardóms. Málin flutt fyrir fimmtardómi. Mörður klikkar á flóknum reglum um málatilbúnað! Maður sendur til Þórhalls.
145. kafli: Snorri goði fylkir liði sínu. Þórhallur stingur spjóti í fótinn á sér og vellur gröfturinn um allt - gengur síðan óhaltur út úr búðinni. Drepur frænda Flosa. Nú slær í bardaga á Þingvöllum. Menn vegast á báða bóga. Lið Flosa hopar. Flosi hafði sagt mönnum sínum að hörfa til Almannagjár því þar er góð vígstaða. Þeir komast þó ekki þangað því Snorri goði og hans lið varna þeim. Sonur Síðu - Halls, Ljótur, er veginn. Kári skýtur spjóti gegnum Eyjólf Bölverksson. Síðu - Hallur og Snorri goði ganga með sitt lið milli flokka og skilja þá. Grið eru sett. Daginn eftir kveður Síðu - Hallur sér hljóðs og biður menn að sættast. Kári og Þorgeir skorargeir tilkynna að það munu þeir aldrei gera. Síðu - Hallur er til í að leggja son sinn ógildan til að ná sáttum. Snorri goði ítrekar orð Síðu - Halls. Allir sættast nema Kári og Þorgeir skorargeir, fyrir orð Síðu - Halls og Snorra. Gengið er frá bótum, nema fyrir Þórð Kárason. Flosi og brennumenn gerðir útlægir, Flosi í 3 ár en Gunnar Lambason, Grani G. o.fl. ævilangt.
Flosi ríður heim en Sigfússynir ákveða að tékka á eigum sínum undir Eyjafjöllum - telja það óhætt því þeir halda að Kári og Þorgeir skorargeir hafi fylgt Guðmundi ríka norður í land.
146. kafli: Kári og Þorgeir hitta förukonur, við Seljalandsmúla, sem segja þeim af ferðum Sigfússona. Sigfússynir eru 15 saman en þeir Kári ákveða samt að ráðast á þá. Þorgeir og Kári rekast á Sigfússyni sofandi í laut við Kerlingadalsá. Þeir henda spjótunum þeirra í ána, vekja þá síðan. Þeir drepa Þorkel, ? Sigfússon, Sigurð Lambason og Lamba Sigurðsson, auk Leiðólfs sterka. Sigfússynir flýja. Kári vill ekki elta því Ketill úr Mörk, svili hans, er síðastur og Kári vill ekki drepa hann. Þeir komast til Flosa, á Svínafell. Síðu - Hallur ráðleggur Flosa að sættast við Þorgeir skorargeir. Sigfússynir skulu ekki vera með í þeirri sætt.
147. kafli: Hallur af Síðu og Kolur sonur hans ríða austur í Holt, þar sem Þorgeir og Kári eru. Kári segist verða óvinur Þorgeirs ef hann sættist ekki svo Þorgeir neyðist til að sættast. Kári vill samt ekki sættast. Haldinn er sáttafundur að Höfðabrekku og fær Þorgeir þriðjung bótanna eftir Njál og fjölskyldu. Útlegð Flosa er þó ekki rift (en hann hefur 3 ára frest til að fara utan).
148. kafli: Kári býst brott, því hann hyggur á hefndir og vill ekki láta Þorgeir skorargeir blandast inn í þau mál. Biður Þorgeir að taka við sínum eignum, ásamt konu og dætrum. Kári ríður upp í Þórsmörk - til Bjarnar hvíta. Björn í Mörk er afar sjálfhælinn. Kona hans þolir hann ekki. Flestir halda að Kári hafi farið norður í land.
149. kafli: Flosi kaupir skip af Norðmanni sem er staddur í Hornafirði og ætlar utan með félaga sína, brennumenn. Sigfússynir vilja skreppa austur í Fljótshlíð og vitja búa sinna, enda telja þeir að Kári sé fyrir norðan - áður en þeir fara af landi brott. Flosi varar þá við, minnugur draums síns. Í Þórsmörk hittu þeir Björn úr Mörk sem lýgur að þeim að Kári sé farinn norður. Björn kemur heim og segir Kára af ferðum Sigfússona, þ.m.t. hvenær þeir fari til baka.
150. kafli: Kári segir Birni að hann ætli sér að ná skipi úr Álftafirði og fara utan. Biður Björn að fylgja sér. Húsfreyja hótar Birni og hann felst á það. Sigfússynir skipta liði, 8 manns fylgja Katli úr Mörk austur í Meðalland, hinir 10 leggjast til svefns við Skaftá. Kári kemur að þeim. Kári vígbýst á litlu nesi úti í Skaftá og segir Birni að standa að baki sér. Kári drepur Móðólf Ketilsson, særir Grana Gunnarsson mjög mikið, drepur ónefndan, drepur Lamba Sigurðsson, drepur Þorstein Geirleifsson, drepur Gunnar úr Skál. Björn særir 3 menn. Hinir flýja allt til Svínafells.
151. kafli: Kári og Björn fela sig við Skaftá. Kári sofnar en Björn er á verði. Þegar þeir Ketill nálgast vekur Björn Kára. Slær í bardaga: Kári drepur Glúm Hildisson, Vébrand og Ásbrand Þorfinnson. Kári gefur Katli Sigfússyni líf. Leitað er að Kára og Birni 3 daga - upp um fjöll, en þeir finnast ekki.
152. kafli: Kári og Björn fela sig í melgresi niður á sandi. Ríða heim þegar leit er hætt. Koma í Mörk - Kári hrósar Birni mjög. Síðan fara þeir í Holt - til Þorgeirs skorargeirs. Þorgeir fellst á að halda hlífiskildi yfir Birni og skiptir við hann á bústöðum. Kári fer í Bræðratungu, til Ásgríms Elliðagrímssonar. Segist ætla á eftir brennumönnum til útlanda og drepa þá. Kveður Gissur hvíta. Fer svo til Eyrarbakka og tekur sér far með Kolbeini svarta, orkneyskum manni og aldavini Kára.
153. kafli: Flosi og félagar leggja af stað út. Lenda í vondum veðrum og villast. Loks strandar skipið og brotnar í spón en mannbjörg verður. Daginn eftir sjá þeir að þeir eru komnir til Orkneyja - í Hrossey. Þykir Flosa illt í efni því Helgi Njálsson var hirðmaður Sigurðar jarls Hlöðvissonar. Flosi ákveður að leita á vald jarlsins. Jarl hefur frétt um brennuna. Flosi játar að hafa höggvið hausinn af Helga Njálssyni. Þorsteinn Síðu - Hallsson, mágur Flosa (Flosi er kvæntur Steinvöru, systur hans), er hirðmaður Sigurðar jarls. Hann biður Flosa griða og jarl tekur við honum - lætur hann fá starf Helga Njálssonar.
154. kafli: Kári og Kolbeinn svarti fara utan. Þeir koma til Friðareyjar, milli Hjaltlands og Orkneyja. Frétta nú allt sem gerst á Orkneyjum. Sigurður Orkneyjarjarl heldur jólaboð og býður Gilla jarli úr Suðureyjum, mági sínum, og einnig Sigtryggi silkiskegg, konungi á Írlandi (sem er sonur Kormlaðar og Ólafs kvaran). Yfirkonungur á Írlandi er Brjánn, sem hafði verið kvæntur Kormlöðu en þau eru nú skilin. Fóstri Brjáns er Kerþjálfaður. Synir Brjáns eru Dungaður, Margaður og Taðkur. Kormlöð vill Brján feigan. Í jólaboðinu er sagnaskemmtan og segir Gunnar Lambason frá brennunni.
155. kafli: Kári, Kolbeinn og Dagviður hvíti koma óvænt til Hrosseyjar. Þeir hlusta á sögu Gunnars, fyrir utan höllina. Gunnar lýgur heilmikið, m.a. að Skarphéðinn einn hafi grátið undir það síðasta og loks þolir Kári ekki meir, heldur stekkur inn og heggur hausinn af Gunnari. Sigurður jarl vill láta drepa Kára en Kári hafði áður verið hirðmaður hans og allra manna vinsælastur - því vill enginn drepa hann. Kári gengur brott og siglir til Kataness. Sigurður jarl heitir að berjast gegn Brjáni ef hann fái Kormlöðu fyrir konu og verði kóngur á Írlandi. Kormlöð sendir Sigtrygg til að semja við tvo víkingaforingja, Bróður og Óspak. Bróðir lofar að berjast gegn Brjáni ef hann fái Kormlöðu og verði kóngur yfir Írlandi. Óspakur vill ekki berjast gegn svo góðum kóngi og skiljast þeir ósáttir.
156. kafli: Þrjár nætur í röð eru fyrirburðir: Rignir sjóðandi blóði, vopnum og hröfnum með járnklær á skip Bróður. Hann leitar til Óspaks sem segir þetta tákna dauða þeirra og helvítis kvalir. Bróðir verður svo reiður að hann ætlar að drepa Óspak og menn hans daginn eftir en þeim Óspaki tekst að laumast burt um nóttina, fara til Brjáns og vara hann við, Óspakur tekur og kristni.
157. kafli: Allir stefna liðum sínum til Dyflinnar
í vikunni fyrir pálmasunnudag. Með göldrum kemst
Bróðir að því að verði barist á
föstudegi muni Brjánn falla og hafa sigur. Verði barist
annan dag muni allir andstæðingar Brjáns falla. Ákveðið
er að berjast á föstudegi, sem er föstudagurinn langi.
Í Brjánsbardaga:
Bróðir flýr til skógar, undan Úlfi hræðu.
Sigtryggur jarl flýr fyrir Óspaki.
Brestur flótti á allt fjandlið Brjáns. Kerþjálfaður gefur Þorsteini Síðu - Hallssyni grið. Lið Brjáns er önnum kafið við að elta flóttann og Bróðir sér sér færi á að ráðast að skjaldborg Brjáns og nær að hálshöggva hann. Úlfur hræða rekur garnirnar úr Bróður. Höfuð Brjáns konungs er á ný gróið við bolinn er gáð er að líkinu.
Fyrirburðir Brjánsbardaga;
- Á Katanesi - Dörruður - Darraðarljóð.
Samtímis Brjánsbardaga:
- Blóð kemur á hökul prestsins að Svínafelli.
- Á Þvottá sér prestur ofan í sjávardjúp
við altarið.
- Í Orkneyjum sér maður nokkur þá Sigurð
jarl og menn hans koma - ríður til móts við
þá og hverfur.
- Gilla jarli í Suðureyjum birtist í draumi maður
sem kveður vísu er lýsir bardaganum.
Flosi hyggur á suðurgöngu og fer til Bretlands.
158. kafli: Kári Sölmundsson, Dagviður hvíti og Kolbeinn fá skip og sigla af stað (frá Skotlandi). Þeir frétta af Brjánsbardaga og að Flosi sé farinn til Bretlands. Kári fer þá til Bretlands. Rekst á Kol Þorsteinsson að telja silfur - drepur Kol. Kári fer svo og dvelur hjá Melkólfi jarli í Skotlandi. Flosi fer til Rómar og fær aflausn af páfanum. Fer svo til baka, dvelur í Noregi einn vetur fer svo heim.
159. kafli: Kári gengur suður og fær aflausn. Fer aftur til Skotlands og er einn vetur á Katanesi. Sama vetur deyr kona hans á Íslandi. Siglir til Íslands sumarið eftir, hreppir vont veður og skipið ferst við Ingólfshöfða. Þeir fara til Svínafells. Flosi tekur vel á móti þeim, býður Kára að vera hjá sér um veturinn og giftir svo Kára bróðurdóttur sína, Hildigunni (sem áður var gift Höskuldi Hvítanesgoða). Þeir sættast heilum sáttum
Flosi fórst seinna í hafi á leið frá
Noregi, þangað sem hann sótti skálavið. Kári
eignaðist 3 syni með Hildigunni.
Uppfært í apríl 2010
Harpa Hreinsdóttir