Guðbrandur í Dölum í Noregi, átti dóttur sem hét Guðrún. Sá sem fíflaði hana, í óþökk föður hennar, var
Ásvarður, verkstjóri Guðbrands.
Hrappur, heimamaður Guðbrands.
Hákon Noregsjarl.
Þráinn Sigfússon.
Tófi, útlagi í Dölum.
„Hann mælti þá þetta er lengi hefir uppi verið haft síðan: Látum geisa Gamminn, gerrat Þráinn vægja.“
Gammur var
hestur.
bogi.
skip.
sverð.
kona.
„Þá mælti jarl: „Drepið þá á morgun en bindið þá rammlega í nótt.“
Þeir sem Hákon jarl í Noregi vildi endilega láta drepa voru
Grímur og Helgi Njálssynir.
Gunnar og Kolskeggur Hámundarsynir.
Grjótgarður og Snækólfur Moldanssynir.
Þráinn og Lambi Sigfússynir.
Skarphéðinn og Höskuldur Njálssynir.
Ein afleiðing utanfarar Njálssona var að
þeir kvæntust vel ættuðum konum í Noregi.
þeir urðu hirðmenn Hákonar jarls.
þeir urðu ósáttir við Þráin Sigfússon.
þeir eignuðust brynjur sem engin vopn bitu á.
þeir urðu frægir fyrir að hafa ráðið niðurlögum finngálkns og flugdreka.
„Skarphéðinn grípur þá báða senn, ... og mælti: „Tekið hefi eg hér hvelpa tvo eða hvað skal við gera?“ „Kost átt þú,“ segir Helgi, „að drepa hvorntveggja ef þú vilt þá feiga.“ Þessir sem Skarphéðinn kallar hvelpa eru
Grani og Högni Gunnarssynir.
Lambi Sigfússon og Hjalti Skeggjason.
Hrappur og Grani Gunnarson.
Lambi Sigfússon og Gunnar Lambason.
Gunnar Lambason og Grani Gunnarsson.
Ketill í Mörk er í heldur slæmri aðstöðu í sögunni því
hann er tengdasonur Njáls og bróðir Þráins Sigfússonar.
hann er tengdasonur Hallgerðar og bróðir Þráins Sigfússonar.
hann er tengdasonur Marðar og bróðir Þráins Sigfússonar.
hann er tengdasonur Flosa og bróðir Þráins Sigfússonar.
hann er tengdasonur Kára og bróðir Þráins Sigfússonar.
Kári Sölmundarson tengist Skarphéðni Njálssyni þannig að
Kári er kvæntur systurdóttur Skarphéðins.
Kári er móðurbróðir Skarphéðins.
Kári og Skarphéðinn búa félagsbúi að Dyrhólmum.
Kári er mágur Skarphéðins.
Kári er tengdasonur Skarphéðins.
„Ekki munu mega orð þín því að þú ert annaðhvort hornkerling eða púta,“ segir Skarphéðinn við
Bergþóru, móður sína.
Rannveigu, móður Gunnars.
Hildigunni, konu Höskuldar Hvítanesgoða.
Hallgerði, ekkju Gunnars.
Þorkötlu, konu Marðar.
„... hefur sig á loft og hleypur yfir fljótið meðal höfuðísa og stöðvar sig ekki og rennir þegar af fram fótskriðu. Svellið var hált mjög og fór hann svo hart sem fugl flygi. Þráinn ætlaði í því að setja á sig hjálminn.“ Sá sem rennir sér svona fimlega fótskriðu er
Helgi.
Kári.
Skarphéðinn.
Grímur.
Höskuldur.
Tengsl Flosa Þórðarsonar og Halls af Síðu voru að
Flosi er tengdafaðir Halls.
Flosi er systursonur Halls.
Flosi er bróðursonur Halls.
Flosi er móðurbróðir Halls.
Flosi er tengdasonur Halls.
Hildigunnur, kona Höskuldar Þráinssonar, var
dóttir Flosa.
bróðurdóttir Flosa.
mágkona Flosa.
systurdóttir Flosa.
sonardóttir Flosa.
Höskuldi Þráinssyni gekk í fyrstu treglega að fá Hildigunni fyrir konu því
hann þótti of ungur til að kvænast.
hún vildi ekki flytja á Suðurland.
hann var talinn hafa fíflað frænku hennar.
hann hafði ekki goðorð.
hún hafði fengið fleiri bónorð.
„Hún spurði hvort Njáll vekti. Hann kveðst sofið hafa þar til „en nú er ég vaknaður. Eða hví ert þú hér komin svo snemma?“ Hróðný mælti: „Statt þú upp úr binginum frá elju minni og gakk út með mér og svo hún og synir þínir.“ Hróðný vildi
sýna Njáli og fjölskyldu lík Höskulds sonar síns.
forða Njáli og fjölskyldu út úr brennandi húsinu.
fá Njál og fjölskyldu með sér á Alþing.
sýna Njáli og fjölskyldu liðssafnaðinn í dalnum í hvolnum.
vekja athygli Njáls og fjölskyldu á gandreið á himnum.
Að Reykjum á Skeiðum sá maður nokkur gandreið sem svo er lýst: „Hann þóttist sjá þangað hring og eldslit á og í hringinum mann á grám hesti. Hann bar skjótt yfir og fór hann hart. Hann hafði loganda eldbrand í hendi. Hann reið svo nær honum að hann mátti gjörla sjá hann. Hann var svartur sem bik.“ Gandreiðin var fyrirboði
Móðuharðinda.
eyðingar Þjórsárdals.
kristnitöku á Íslandi.
brennunnar á Bergþórshvoli.
vígs Höskuldar Hvítanesgoða.
„Spari eg eigi goð geyja. Grey þykir mér Freyja. Æ mun annað tveggja Óðinn grey eða Freyja.“
Þessi fræga vísa er eignuð
Skarphéðni.
Njáli.
Hjalta Skeggasyni.
Höskuldi Hvítanesgoða.
Steinunni skáldkonu.
Eftir víg manns síns brást Hildigunnur svo við: „Hún tók skikkjuna og þerrði með blóðið allt og vafði þar í innan blóðlifrarnar og braut svo saman og lagði niður í kistu sína.“ Síðar í sögunni
sendi hún skikkjuna til Njáls, sem jartegn.
fórnaði hún Þór þessari skikkju til að hefndir mættu nást.
handlék hún skikkjuna á hverju kvöldi og grét sárt.
steypti hún skikkjunni yfir Flosa.
arfleiddi hún son sinn að skikkjunni til að frýja honum föðurhefnda.
Á Alþingi spyrja margir á þessa leið: „Hver er sá maður er fjórir menn ganga fyrir, mikill maður og fölleitur, ógæfusamlegur, harðlegur og tröllslegur?“ Þessi maður var
Ásgrímur Elliða-Grímsson.
Skarphéðinn Njálsson.
Kári Sölmundarson.
Flosi Þórðarson.
Mörður Valgarðsson.
Við Flosa var sagt „Því þá ef þú ert brúður Svínafellsáss sem sagt er hverja hina níundu nótt og geri hann þig að konu.“ Þessa aðdróttun um samkynhneigð mælti
Kári.
Njáll.
Víga-Hrappur.
Skarphéðinn.
Þorkell hákur.
„Kerling var sú að Bergþórshvoli er Sæunn hét. Hún var fróð að mörgu og framsýn en þá var hún gömul mjög og kölluðu Njálssynir hana gamalæra er mælti margt en þó gekk það flest eftir. Það var einn dag að hún þreif lurk í hönd sér og gekk um hús eftir og ...“ Sæunn gamla notaði lurkinn til að lúskra á
Skarphéðni.
hundinum Sámi.
móhrauk.
taði.
arfasátu.
„Guð hjálpi mér en fyrirgefi yður.“ Sá sem þetta mælti á banastundu var
Skarphéðinn.
Njáll.
Hjalti Skeggjason.
Höskuldur Hvítanesgoði.
Lýtingur.
Einn heimamanna á Bergþórshvoli freistaði þess að sleppa úr brennunni með því að dulbúast sem kona. Það var
Njáll.
Skarphéðinn.
Helgi.
Grímur.
Kári.
„Hinu hefir þú mér heitið amma,“ segir sveinninn, „að við skyldum aldrei skilja meðan eg vildi hjá þér vera. En mér þykir miklu betra að deyja með ykkur Njáli en lifa eftir.“
Þessi sveinn hét
Höskuldur Þórhallsson.
Njáll Skarphéðinsson.
Þorgeir Helgason.
Grani Grímsson.
Þórður Kárason.
„Gunnar Lambason hljóp upp á vegginn og sér Skarphéðin. Hann mælti svo: „Hvort grætur þú nú Skarphéðinn?“ „Eigi er það,“ segir Skarphéðinn, „en hitt er satt að súrnar í augunum. En hvort er sem mér sýnist, hlærð þú?“ „Svo er víst,“ segir Gunnar ... Skarphéðinn mælti: „Þá er þér hér nú minjagripurinn ...“ Minjagripurinn, sem Skarphéðinn kastaði svo í Gunnar, var
öxin Rimmugýgur.
glóandi kolamoli.
skikkja Höskuldar Þráinssonar.
atgeir Gunnars á Hlíðarenda.
jaxl úr Þráni Sigfússyni.
„Stendur þá Njáll upp og gengur út. Hann sér að synir hans eru með vopnum allir og svo Kári mágur hans. ... Njáll kallaði á Skarphéðin: „Hvert skal fara frændi?“ „Í sauðaleit,“ sagði hann. „Svo var og eitt sinn fyrr,“ segir Njáll, „og veidduð þér þá menn.“ Raunverulegt erindi Skarphéðins og félaga er að
fara og drepa Lýting.
fara og drepa Höskuld Hvítanesgoða.
fara og drepa Ketil í Mörk.
fara og drepa Mörð.
fara og drepa Þráin Sigfússon.
„En er á leið veturinn gerðist Helgi hljóður. Jarl þóttist eigi vita hví það mundi sæta og spurði hví hann væri hljóður eða hvað honum þætti „eða þykir þér hér eigi gott?“ Ástæðan fyrir fálæti Helga var að hann var skyggn og vissi þess vegna að
Víga-Hrappur hefði brennt hof Hákonar Noregsjarls í Dölum.
Valgarður grái hefði brotið krossa og helg tákn fyrir Merði Valgarðssyni.
Þórhalla Ásgrímsdóttir var honum ekki trú heima á Íslandi.
allir myndu þeir Njálssyni farast í eldi innan áratugs.
„Þá er X reið austan þá brast í sundur jörðin undir hesti hans en hann hljóp af hestinum og komst upp á bakkann en jörðin svalg hestinn með öllum reiðingi og sáu þeir hann aldrei síðan. Þá lofaði X guð.“ Þessi X sem lenti í slíkum hremmingum var
Flosi.
Gestur Oddleifsson.
Þangbrandur.
Njáll.
Ámundi hinn blindi.
„Eg skal leggja ráðin til,“ segir X. „Þú skalt bjóða Njálssonum heim og leysa þá út með gjöfum. En svo fremi skalt þú rógið frammi hafa er orðin er vinátta með yður mikil og þeir trúa þér eigi verr en sér. Máttu svo vel hefnast við Skarphéðin þess er hann tók féið af þér eftir lát Gunnars.“ X, sem ráðleggur Merði, er
Njáll.
Gestur Oddleifsson.
Snorri goði.
Flosi.
Valgarður.
„Sjá einn hlutur var svo að Njáli féll svo nær að hann mátti aldrei óklökkvandi um tala.“ Þessi „hlutur“ sem jafnan grætti Njál var
víg Lýtings.
víg Þráins Sigfússonar.
víg Höskuldar Njálssonar.
víg Gunnars Hámundarsonar.
víg Höskuldar Hvítanesgoða.
„Er þér og nær að stanga úr tönnum þér rassgarnarendann merarinnar er þú ást áður en þú riðir til þings og sá smalamaður þinn og undraðist hann er þú gerðir slíka fúlmennsku.“ Þetta sagði Skarphéðinn við
Guðmund ríka.
Einar Þveræing.
Snorra goða.
Þorkel hák.
Mörð Valgarðsson.
„X brá svo við .... að hann þrútnaði allur og blóðbogi stóð úr hvorritveggju hlustinni og varð eigi stöðvað og féll hann óvit og þá stöðvaðist.“ Þetta voru viðbrögð
Flosa þegar blóðið dundi um hann allan.
Ólafs Tryggvasonar þegar hann heyrði hve kristniboð á Íslandi gengi illa.
Njáls þegar hann frétti víg Höskuldar Hvítanesgoða.
Grana Gunnarssonar þegar hann sá víg Þráins Sigfússonar.
Þórhalls Ásgrímssonar þegar hann frétti að Njáll hefði brunnið inni.
„Hann hafði lagt hendur sínar í kross á ofan hina hægri. Díla fundu þeir á honum í millum herðanna en annan á bringunni og var hvortveggi brenndur í kross og ætluðu menn að hann mundi sig sjálfur brennt hafa.“ Hér er lýst líki
Njáls.
Skarphéðins.
Helga.
Gríms.
Höskulds.
Ingjaldur á Keldum þurfti að lofa að taka þátt í aðförinni að Njálssonum en taldi sig svo ekki geta staðið við loforðið. Ástæður fyrir þessari erfiðu aðstöðu Ingjalds voru að
hann var tengdasonur Njáls en föðurbróðir Flosa.
hann fóstraði son Kára en var bróðursonur Flosa.
hann var kvæntur systur Flosa en var föðurbróðir Njáls.
hann var bróðir barnsmóður Njáls en kvæntur bróðurdóttur Flosa.
hann tók Höskuld Þráinsson upphaflega í fóstur en eftirlét Njáli hann síðan.
„Flosi svarar: „Hér hefur látist Njáll og Bergþóra og synir þeirra allir, ... og Kári Sölmundarson, Þórður leysingi.“ ... Geirmundur mælti: „Dauðan segir þú þann nú er vér höfum hjalað við í morgun.“ „Hver er sá?“ segir Flosi.“ Sá sem Geirmundur hafði hjalað við um morguninn var
Helgi Njálsson.
Skarphéðinn Njálsson.
Grímur Njálsson.
Kári Sölmundarson.
Þórður leysingi.
„Þú ert hið mesta forað og vildir að vér tækjum það upp er öllum oss gegnir verst og eru köld kvenna ráð.“ X brá svo við að hann var í andliti stundum rauður sem blóð en stundum fölur sem gras en stundum blár sem hel.“ Sú sem X kallaði hið mesta forað var
Hallgerður.
Þorgerður.
Bergþóra.
Ástríður.
Hildigunnur.
Sá sem skyldi eignast öxina Rimmugýgi eftir Skarphéðin var