„Hann gekk til dyngjunnar. Hann sá inn í glugg einn er á var og sá að þar voru konur inni og höfðu færðan upp vef. Mannahöfuð voru fyrir kljána en þarmar úr mönnum fyrir viftu og garn, sverð var fyrir skeið en ör fyrir hræl. Þær kváðu vísur þessar.“ Ljóðið, sem konurnar kváðu við þennan óhugnalega vefnað, er kallað
Döglingsljóð.
Darraraðarljóð.
Dyndluljóð.
Davíðsdiktur.
Dafarrljóð.
Persóna í Njálu lýsir sjálfri sér svo: „Hvorki frý ég mér skyggnleiks né áræðis eða nokkurrar karlmennsku. ... en eg treysti mér svo vel að eg mun fyrir engum manni á hæl hopa. Er hér raun til að því leita fáir á mig að engir þora.“ Þessi persóna er
Kári Sölmundarson.
Þorgeir skorargeir.
Sigurður jarl.
Björn úr Mörk.
Grani Gunnarsson.
Þorgeir skorargeir sættist loks við Flosa en Kári vildi þá ekki taka sættir því
hann vildi hefna Njáls.
hann vildi hefna konu sinnar.
hans vildi hefna Skarphéðins, fóstbróður síns.
hann vildi hefna Bergþóru.
hann vildi hefna sonar síns.
„Þá hljóp hann innar eftir höllinni og hjó á hálsinn Gunnari Lambasyni og svo snart að höfuðið fauk upp á borðið fyrir konunginn og jarlana. Urðu borðin í blóði einu og svo klæðin jarlanna.“ Sá sem þetta verk vann var
Kári.
Flosi.
Bróðir.
Brjánn.
Sigtryggur silkiskegg.
Síðasti brennumaðurinn er Kári vó var Kolur Þorsteinsson. Hann var veginn
er hann sat á náðhúsinu.
er hann taldi silfur í erlendri borg.
er hann flutti Írlandskonungi drápu.
í matarboði einnar ríkrar frúvar.
er hann sinnti erindum á pútnahúsi.
Í sögulok kvæntist Kári
Bergljótu, frænku Hákonar jarls.
Kormlöðu, frænku Brjáns.
Unni, frænku Marðar.
Hildigunni, frænku Flosa.
Kaðlín, frænku Sigfússona.
„Síðan bjuggust þeir heiman allir. Flosi var í leistarbrókum því hann ætlaði að ganga. Vissi hann að þá mundi öðrum minna fyrir þykja að ganga.“ Flosi hélt í þessa göngu til þess að
safna stuðningsmönnum á Austfjörðum.
ganga á fund páfans í Róm.
ganga til Guðmundar ríka í Eyjafirði.
leiða lið sitt í fylgsni uppi á Þríhyrningi.
auka mönnum sínum þol og styrk fyrir réttarhöld á Alþingi.
„X mælti: „Eg mun nú gera mér dælt um ráðagerð við þig. Þú skalt eigi heima ríða en þó skalt þú í braut ríða og austur undir Eyjafjöll til að finna Þorgeir skorargeir og Þorleif krák. Þeir skulu ríða austan með þér því að þeir eru aðiljar sakanna. Með þeim skal ríða Þorgrímur hinn mikli bróðir þeirra. Þér skuluð ríða til Marðar Valgarðssonar. Skaltu segja honum orð mín að hann taki við vígsmáli eftir ...“
Þarna ráðleggur
Síðu-Hallur Flosa.
Flosi Katli Sigfússyni.
Gissur hvíti Kára.
Hjalti Skeggjason Gissuri hvíta.
Guðmundur ríki Hjalta Skeggjasyni.
„X tók fótarmein svo mikið að fóturinn fyrir ofan ökkla var svo digur og þrútinn sem konulær og mátti hann ekki ganga nema við staf.“ Sá sem er svona illa haldinn er
Flosi Þórðarson.
Mörður Valgarðsson.
Eyjólfur Bölverksson.
Kári Sölmundarson.
Þórhallur Ásgrímsson.
Á leið til Alþingis ákveður Flosi að koma við í Tungu (Bræðratungu) til að
æskja liðsinnis Ásgríms Elliða-Grímssonar.
drepa Ásgrím Elliða-Grímsson.
gefa Ásgrími Elliða-Grímssyni færi á að drepa sig (þ.e. Flosa).
troða illsakir við Ásgrím Elliða-Grímsson.
taka Ásgrím Elliða-Grímsson í gíslingu.
Að launum fyrir lögfræðistörf gaf Flosi Eyjólfi
skikkju.
skip.
gullhring.
sverð.
landareign.
„Og þá er þér hafið vegið í lið þeirra svo nokkuð mjög að mér þyki þér mega halda upp fébótum svo að þér haldið goðorðum yðrum og héraðsvistum mun eg til hlaupa með menn mína alla og skilja yður.“ Sá sem heitir slíkri aðstoð á Alþingi er
Guðmundur ríki.
Skafti Þóroddsson.
Gissur hvíti.
Þorkell Geitisson.
Snorri goði.
„Brennumálin“ fólust aðallega í því að
Flosa var stefnt fyrir víg Helga Njálssonar.
Gunnari Lambasyni var stefnt fyrir að níða Skarphéðin.
Glúmi Hildissyni var stefnt fyrir að valda dauða Þórðar Kárasonar.
Katli í Mörk var stefnt fyrir íkveikjuna á Bergþórshvoli.
Koli Þorsteinssyni var stefnt fyrir náttvíg.
Ástæða þess að „brennumál“ fengust ekki dæmd í fjórðungsdómi var
að saksóknari ruddi ekki rétt úr kvið.
að verjandi mútaði tveimur kviðdómurum.
að málið var höfðað fyrir röngum dómstóli.
að bardagi braust út áður en tækist að dæma.
lagagreinar um húsbrennu voru ekki til.
„Hann spratt upp úr rúminu og þreif tveim höndum spjótið Skarphéðinsnaut ... mætti Grími hinum rauða ... lagði til hans spjótinu ... en spjótið hljóp í gegnum hann svo að oddurinn kom út á milli herðanna.“ Sá sem rak Grím rauða í gegn var
Þorgeir skorargeir.
Kári Sölmundarson.
Björn úr Mörk.
Hjalti Skeggjason.
Þórhallur Ásgrímsson.
Í fyrstu sætt (gerðardóms) eftir brennumálin fólst m.a. að
greidd voru fern manngjöld fyrir Ljót.
að Þorgeir skorargeir fengi meir en þriðjung bótanna.
að Skafta Þóroddssyni yrði bættur skaði á báðum fótum.
að Flosi væri útlægur í þrjá vetur.
að víg Eyjólfs kæmi á móti láti Þórðar Kárasonar.
Þorgeir skorargeir og Kári drápu 5 manns nálægt Höfðabrekku í Mýrdal og stökktu 10 manns á flótta. Kári vildi ekki elta flóttamennina því
hann vissi að hann myndi ná þeim í Skaftártungu.
hann vildi ekki að Þorgeir yrði gjaldþrota vegna mannvíga.
hestur Kára var haltur á fæti.
síðastur reið Ketill í Mörk.
Þorgeir var orðinn afar vígmóður.
„Þar var maður úti hjá búð nokkurri er Sölvi hét. Hann sauð í katli miklum og hafði þá upp fært úr katlinum en vellan var sem áköfust.“ Örlög Sölva voru
að Hallbjörn sterki rakti úr honum garnirnar.
að Hallbjörn sterki tróð honum ofan í pottinn.
að Hallbjörn sterki rak hann í gegn með steikarteininum.
að Hallbjörn sterki hjó af honum höfuðið
að Hallbjörn sterki kæfði hann með kjötbitum.
„Og þá er þeir komu í á hraunið var skotið spjóti úr liði Guðmundar hins ríka og kom það á Ljót miðjan. Féll hann þegar dauður niður og varð aldrei uppvíst hver þetta víg hafði vegið.“ Ljótur var
bróðir Flosa.
tengdasonur Flosa.
sonur Síðu-Halls.
tengdasonur Síðu-Halls.
einn Sigfússona.
Grani Gunnarsson hverfur úr sögunni eftir
Brjánsbardaga.
að Þorgeir klauf hann í herðar niður.
að Kári skaut spjóti gegnum læri hans.
að Björn slæmdi til hans sverði.
jólaboð Sigurðar jarls.
„Nú er að segja frá X og X að þeir ríða á sand og leiða hesta sína undir melbakka og skáru fyrir þá melinn að þeir dæju eigi af sulti. X var svo nærgætur að hann reið þegar í braut er þeir hættu leitinni.“ Þessir X eru
Flosi og Ketill.
Gissur hvíti og Mörður.
Ketill og Glúmur Hildisson.
Kári og Þorgeir.
Kári og Björn.
„Hallur sagði Flosa allt frá erindum sínum ... Flosi mælti: „Fám mönnum er Kári líkur og þann veg vildi eg helst skapfarinn vera sem hann er.“ Aðdáun Flosa stafar af því
að Kári hafði vegið sjö brennumenn einsamall.
að Kári hafði þvingað Þorgeir skorargeir til að sættast.
að Kári hafði afsalað sér fjölskyldu og eignum.
að Kári hafði gefið Halli líf fyrir aldurs sakir.
að Kári hafði lagt allt sitt fé til höfuðs Flosa.
„Á miðbænum bjó sá maður er Björn hét og var kallaður Björn hvíti. ... Björn átti þá konu er Valgerður hét. .... Hún var gefin til fjár Birni og unni hún honum ekki mikið ...“ Björn var af þrælaættum en Valgerður var
frænka Flosa.
frænka Njáls.
frænka Gunnars á Hlíðarenda.
frænka Kára.
frænka Hallgerðar langbrókar.
„Sigurður jarl bauð til sín að jólum Gilla jarli mági sínum úr Suðureyjum. .... Þá kom og til Sigurðar jarls konungur sá er Sigtryggur hét. Hann var af Írlandi. Hann var sonur Ólafs kvaran en móðir hans hét ...“ Móðir Sigtryggs hét
Kaðlín.
Rafarta.
Melkorka.
Kormlöð.
Hreðka.
Í nóvember 1013 var Kári Sölmundarson staddur
í Suðureyjum.
á Friðarey.
á Mön.
í Orkneyjum.
á Hjaltlandseyjum.
Í nóvember 1013 var Flosi Þórðarson staddur
í Orkneyjum.
á Mön.
á Friðarey.
í Suðureyjum.
á Hjaltlandseyjum.
„X gaf upp þrisvar útlögum sínum hinar sömu sakar. En ef þeir misgerðu oftar lét hann dæma þá að lögum.“ Þessi umburðarlyndi valdsmaður var
Sigurður jarl.
Gilli jarl.
Sigtryggur konungur.
Brjánn konungur.
Melkólfur konungur.
„X ... hafði kastað trú sinni og gerðist guðníðingur og blótaði nú heiðnar vættir og var allra manna fjölkunnigastur. Hann hafði herbúnað þann er eigi bitu járn. Hann var bæði mikill og sterkur og hafði hár svo mikið að hann drap undir belti sér. Það var svart.“ Hér er lýst
Brjáni.
Óspaki.
Kerþjálfaði.
Bróður.
Taðki.
Einn fyrirboði Brjánsbardaga var
að sjóðandi blóði rigndi á skip.
að jötunninn Járngrímur hóf upp raust sína.
að gandreið sást á Skeiðum.
að jörð skalf um allar Bretlandseyjar.
að látinn konungur kvað vísu sitjandi í haugi sínum.
Brjánsbardagi stóð
á skírdag 1014.
á boðunardag Maríu 1014.
á föstudaginn langa 1014.
á sumardaginn fyrsta 1014.
á jóladag 1014.
„X nam staðar þá er allir flýðu aðrir og batt skóþveng sinn. Þá spurði Kerþjálfaður hví hann rynni eigi. „Því,“ sagði X, „að eg tek eigi heim í kveld þar sem ég á heima út á Íslandi.“ Kerþjálfaður gaf honum grið.“ Þessi Íslendingur var
Kolur Þorsteinsson.
Kári Sölmundarson.
Þorsteinn Síðu-Hallsson.
Hrafn hinn rauði Ásgrímsson.
Flosi Þórðarson.
Ævilok Flosa Þórðarsonar voru
að hann féll í einvígi.
að hann drukknaði.
að hann fórst í húsbruna.
að hann dó á sóttarsæng.
að hann sást ganga í Svínfell.
Þegar lík Brjáns konungs var búið til grafar urðu menn þess kraftaverks varir að
ásjóna konungs var fegurri en nokkru sinni fyrr.
dýrðlega angan lagði af líkinu.
að grænn smári hafði vaxið allt umhverfis líkið.
höfuð hans hafði gróið aftur við bolinn.
krossmark var markað á enni hans.
Kári endaði á að elta Flosa og félaga til Bretlands. Bretland var kallað landsvæðið sem nú heitir