[Verkefni úr Njálu] [Brennu-Njáls saga]
Verkefni úr köflum 119. - 123. í Brennu - Njáls sögu Svarið þessum spurningum og vinnið saman í 2 - 4 manna hópum. Allir hópar eiga að skila útfylltu blaði þar sem kemur fram hverjir voru í hópnum og hverjir unnu vinnuna. Hlustað verður á sýnishorn svara frá öllum hópum í kennslustund og er gert ráð fyrir að hver hópur velji eitt af svörum sínum og bregði upp glæru með aðalatriðum þess. Passið að eiga öll eintök af svörunum því þau geta nýst sem glósur.
1. Skarphéðinn Njálsson á Alþingi:
- Hvernig hagar Skarphéðinn sér í liðssafnaði Ásgríms Elliða-Grímssonar? Af hverju hagar hann sér svona?;
- Þeir sem Ásgrímur talar við taka allir eftir Skarphéðni og spyrjast fyrir um hann; Hvað finnst þeim eftirtektarverðast við útlit Skarphéðins, miðað við spurningarnar? Hvernig finnst ykkur lýsingin á útliti Skarhéðins og klæðaburði? Er hann smart?;
- Hversu mikillar virðingar nýtur Skarphéðinn miðað við röðina sem þeir fylkja sér í að baki Ásgrími Elliða-Grímssyni? (Og eftir hverju fer röð mannanna?)
- Er hugsanlegt að Skarphéðinn telji málarekstur vígsmáls Höskuldar Þráinssonar dæmdan til að mistakast?
2. Lesið gegnum viðtal við geðlækninn Jon Geir Høyerstein, „Persónuleikaraskanir í Njálu“ (um sálfræðigreiningu á nokkrum persónum í Njálu). Viðtalið birtist í Fréttablaðinu 13. ágúst 2005. Sláið inn 60 (í glugganum við hlið 80, á efri valslá í pdf-skjalinu) til að hitta á réttu síðuna (sem reyndar er tölusett s. 28 útprentuð).
- Eruð þið sammála þessu eða ósammála, svona í stórum dráttum? Nefnið eitt til tvö dæmi sem þið eruð algerlega sammála eða gersamlega ósammála.
- Teljið þið að almennt sé hægt að beita nútímaaðferðum til skilnings á hetjum Íslendingasagnanna eða verður alltaf að hafa í hug þann tíma sem sögurnar gerast á? Æskilegt er að rökstyðja svarið við síðustu spurningunni.
Uppfært í maí 2010
Harpa Hreinsdóttir