Verkefni úr 133. - 145. kafla Brennu-Njáls sögu
Svarið þessum spurningum og vinnið saman í 2 - 4 manna hópum. Allir hópar eiga að skila útfylltu blaði þar sem kemur fram hverjir voru í hópnum og hverjir unnu vinnuna. Hlustað verður á sýnishorn svara frá öllum hópum í kennslustund og er gert ráð fyrir að hver hópur velji eitt af svörum sínum og bregði upp glæru með aðalatriðum þess. Passið að eiga öll eintök af svörunum því þau geta nýst sem glósur.
Málverkið af Lómagnúpi er eftir Óskar Magnússon, tekið af
http://www.arnfirdingur.is/menning/Oskar_Magnusson.asp1. Draumur Flosa er forspá; Hvað dreymdi Flosa?; Fyrir hverju er draumurinn?; Hvað tákna þagnirnar milli þess sem nöfn / menn eru kallaðir? Hvernig er síðasta erindið í „Áföngum“ Jóns Helgasonar þar sem vísað er til þessa atviks?
2. Hvaða aðferðir notar Flosi til að safna liði áður en mál hans verður tekið fyrir á alþingi? Hvernig tekst honum til?
3. Hvers vegna leggur Flosi meira kapp á að afla liðs en lögfræðings?
4. Er hringurinn sem Flosi færir Eyjólfi Bölverkssyni múta eða málafærslulaun?
Myndin er af málverki eftir Collingwood.
5. Hvert er aðalsakamálið fyrir Alþingi, þ.e.a.s. fyrir hvað er Flosi sjálfur ákærður?6. Hvernig stendur á því að ekki tekst að láta dæma málið gegn Flosa fyrir fjórðungsdómi?
7. Hvað veldur því að sóknin í brennumálinu ónýtist fyrir fimmtardómi? Hvað af þessu teljið þið að hafi haft mest að segja í því: Rangur málatilbúnaður?; Slæleg framganga Marðar?; Fjarvera Þórhalls Ásgrímssonar?; Slægð Eyjólfs Bölverkssonar?; Eitthvað annað?
8. Hverjir beita sér fyrir vopnahléi og sættum eftir að allt fer í bál og brand á Alþingi?
9. Hverjir harðneita að sættast? Á hvaða víg / mannslát er alls ekki sæst?
Uppfært í maí 2010
Harpa Hreinsdóttir