Hér er fjallað um ýmislegt sem snertir daglegt líf fólks frá þjóðveldisöld, þ.e. frá landnámi og til miðrar 13. aldar, með tilvísun til fornra bókmennta, einkum Íslendingasagna. Leitast er við að krækja í fyllri umfjöllun þar sem hægt er eða vísa í bækur og rit sem slíkt hafa að geyma.  Um suma efnisþætti eru heimildir heldur fátæklegar.   Reyndar var strax  í upphafi  sleginn ákveðinn varnagli fyrir umfjöllun, einkum um sannleiksgildi Íslendingasagnanna. 

Þessi vefur var sleginn með styrk frá Menntamálaráðuneytinu sumurin 2003 og 2004.  Vefurinn var uppfærður í maí og ágúst  2010, einnig með styrk Mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Höfundur þessa vefjar er Harpa Hreinsdóttir, framhaldsskólakennari á Akranesi.  Allar ábendingar eða mat á efni hans eru vel þegnar og má senda á netfangið harpahreins59@gmail.com.

 

Uppfært í maí 2010.
Kennsluvefir Hörpu Hreinsdóttur