Í Eiríks sögu rauða er sagt frá leysingjanum Vífli sem Auður djúpúðga gaf Vífilsdal. Vífill þessi var
afi Leifs heppna.
faðir Þjóðhildar.
langafi Snorra goða.
afi Guðríðar.
fyrrum þræll Ingólfs Arnarsonar.
Eiríkur rauði kom upphaflega frá Noregi og nam land
í Dritvík á Snæfellsnesi.
í Vöðlavík á Austfjörðum.
á Dröngum á Hornströndum.
í Dímonareyjum á Breiðafirði.
í Eiríksfirði á Langanesi.
Eiríkur rauði lenti fljótlega upp á kant við nágranna sína eftir að
þrælar hans drápu naut Ólafs pá.
þrælar hans felldu skriðu á bæ Valþjófs.
þrælar hans rændu og rupluðu, flýðu síðan í Þormóðssker.
þrælar hans lugu því að björn gengi laus í skóginum.
þrælar hans fífluðu dætur bænda.
Það reyndist afdrifaríkt að Eiríkur rauði lánaði Þorgesti nokkrum
setstokkana sína.
brýnið sitt.
sleðann sinn.
ljóskerin sín.
náðhúsið sitt.
Guðríður Þorbjarnardóttir var löngum í fóstri
hjá Snorra goða á Helgafelli.
hjá Þorsteini Egilssyni á Borg.
hjá Illuga Hallkelssyni á Gilsbakka.
hjá Ormi bónda á Arnarstapa.
hjá Þuríði húsfreyju á Fróðá.
Einar Þorgeirsson bað Guðríðar en var synjað því
hann var ekki nógu auðugur.
hann þótti of óráðinn og var alltaf í förum landa á milli.
hann var of ættsmár.
faðir hans og faðir Guðríðar voru óvinir.
hann hafði ort mansöng um Guðríði.
Þorbjörn, faðir Guðríðar, flutti til Grænlands af því að
hann skorti lausafé og gat ekki hugsað sér að draga saman seglin á Íslandi.
hann heillaðist af aðlaðandi nafni landsins.
hann var orðinn úrkula vonar um heppilegt mannsefni handa Guðríði hér á landi.
hann var dæmdur sekur maður á Þórsnesþingi.
hann lenti í deilum við biskupinn á Hólum og óttaðist bannfæringu.
Á Grænlandi bjó Eiríkur rauði lengst af
í Lýsufirði.
á Eiríksstöðum.
í Brattahlíð.
í Vestribyggð.
í Görðum.
„... þá var hún svo búin að hún hafði yfir sér tuglamöttul bláan, og var settur steinum allt í skaut ofan. Hún hafði á hálsi sér glertölur, lambskinnskofra svartan á höfði og við innan kattskinn hvít, og hún hafði staf í hendi og var á knappur, hann var búinn með messingu og settur steinum ofan um knappinn.“ Þarna er lýst
Þjóðhildi.
Guðríði.
Freydísi.
Þorbjörgu lítilvölvu.
Grímu.
Leifur kristnaði Grænland eftir fyrirmælum
Ólafs helga Haraldssonar.
Haralds hárfagra.
Hálfdáns svarta.
Ólafs Tryggvasonar.
Hákonar gamla.
Eiríkur rauði bauð skipshöfnum Þorfinns karlsefnis og fleiri manna að dvelja hjá sér heilan vetur á Grænlandi og veitti vel. En þegar dró að jólum varð Eiríkur niðurdreginn. Ástæðan var að
enginn prestur var á bænum og því yrði engin messa á jólum.
viðvarandi skortur var á kjöti.
skammdegið var svo langt og dimmt á Grænlandi.
Eiríkur átti ekkert efni til að leggja í og brugga öl til jóla.
fé Eiríks þvarr og hann sá fram á að þurfa að draga mjög úr veisluhöldum.
„Hann hafði lengi verið með Eiríki, veiðimaður hans um sumrum en bryti um vetrum. Hann var mikill maður og sterkur, og svartur og þurslegur, hljóðlyndur og illorður það er hann mælti, og eggjaði jafnan Eirík hins verra. Hann var illa kristinn.“ Hér er lýst
Þorfinni karlsefni.
Bjarna Herjólfssyni.
Tyrki.
Leifi.
Þórhalli.
Á Grænlandi giftist Guðríður fyrst
Þorláki Bjarnasyni.
Leifi heppna.
Eiríki rauða.
Þorsteini Eiríkssyni.
Birni Breiðvíkingakappa.
Maður Guðríðar lést fljótlega úr sótt. Það sem var óvenjulegt við dauða hans var að eftir andlátið
gekk hann ofboðslega aftur á kamri heimilisins.
rigndi blóði á öll tún og engi.
fékk hann leyfi frá guði til að leggja Guðríði lífsreglurnar.
birtist hann í eldhúsi og matbjó handa heimilisfólkinu.