„Hún var svarri mikill, en Þorvarður var lítilmenni, var hún mjög gefin til fjár.“ Hér er lýst
Þjóðhildi.
Guðríði.
Halldísi.
Grímhildi.
Freydísi.
„Þeir nálguðust brátt þetta land og sjá það vera slétt land og viði vaxið. Þá tók af byr fyrir þeim. Þá ræddu hásetar það að þeim þótti það ráð taka það land en X vill það eigi. ... fékk hann af því nokkuð ámæli af hásetum sínum.“ Nafnið sem X stendur fyrir er
Leifur.
Bjarni.
Þorfinnur.
Eiríkur.
Þorsteinn.
Eiríkur rauði komst aldrei til Vínlands. Skýringin var sú
að Eiríkur lenti í miklum hjónabandserfiðleikum.
að Eiríkur dó snögglega á sóttarsæng.
að Eiríkur datt af hestbaki og slasaðist.
að Eiríkur var svo óvinsæll á Grænlandi.
að Eiríkur trúði því ekki að til væru ókönnuð lönd í vestri.
Leifur nefndi löndin sem hann kannaði:
Helluland, Markland og Vínland.
Hvítramannaland, Markland og Vínland.
Helluland, Írland hið mikla og Vínland.
Einfætingaland, Hvítramannaland og Vínland.
Bjarnarey, Einfætingaland og Vínland.
„Leifur fann það brátt að fóstra hans var skapgott. Hann var brattleitur og lauseygur, smáskitlegur í andliti, lítill vexti og vesallegur, en íþróttamaður á alls konar hagleik.“ Fóstri Leifs, sem þarna er lýst, var kallaður:
Þórhallur veiðimaður.
Tyrkir suðurmaður.
Þorvaldur skítseiði.
Ljótur hinn bleiki.
Haki heljarskinn.
Fóstri Leifs fann bæði vínvið og vínber í könnunarleiðangri sínum. Fóstri Leifs þekkti hvort tveggja því
hann hafði stundað víngerð alla ævi.
hann átti fornt rit um galdra og grasafræði.
hann ólst upp í Þýskalandi.
hann hafði dreymt fyrir þessum fundi.
hann hafði oft séð vínber hjá kaupmönnum sem komu til Grænlands.
Á leið frá Vínlandi til Grænlands vann Leifur það afrek að
bjarga skipreika mönnum af skeri.
skutla búrhval og koma honum til Grænlands.
kristna alla skipshöfnina áður en þeir stigu á land.
höggva strandhögg og afla fjölda þræla í Orkneyjum.
sigrast á sjálfum Þór („hinum rauðskeggjaða“),
Bróðir Leifs fór til Vínlands eftir að Leifur uppgötvaði landið. Sá lét líf sitt þegar
annar landnemahópur réðst á búðir hans.
skip hans rak til Írlands og skipverjar voru þar „barðir og þjáðir“.
kanadískur skógarbjörn réðst á hann.
hann hafði etið stykki af eitruðu illhveli.
ör indjána hitti hann og gekk á hol.
Spáð var fyrir Guðríði Þorbjarnardóttur að út af henni kæmi fólk sem væri
„kyrrlátt, blítt og gott, sætt og fylgið sér.“
„kjarngott, blítt og indælt, sætt og þroskað vel.“
„frjósamt, rótt og hljótt, sætt og borið vel.“
„þroskasamt, bjart og ágætt, sætt og ilmað vel.“
„fagurskapað, vænt og grænt, sætt og mannað vel.“
„En er Guðríður sat í dyrum inni með vöggu ... sonar síns, þá bar skugga í dyrnar og gekk þar inn kona í svörtum námkyrtli, heldur lág, og hafði dregil um höfuð og (var) ljósvörp á hár, fölleit og mjög eygð, svo að eigi hafði jafnmikil augu séð í einum mannshausi.“ Þessi kona sagðist heita
Þórdís.
Guðfinna.
Pókahontas.
heilög Birgitta.
Guðríður.
Dóttir Eiríks rauða reyndi landnám á Vínlandi í félagi við austfirska menn. Dvöl hennar á Vínlandi lauk þannig
að hún gerðist frilla skrælingjahöfðingja og eiginmaður hennar neyddi hana með sér heim.
að hún varð svo trúuð að hún neitaði að sofa hjá manni sínum.
að hún lét smíða húðkeipa í skógi á laun og flýði á þeim til Grænlands.
að hún lét drepa alla í hinum landnemahópnum.
að hún gerðist nunna og einsetukona.
Þorfinnur karlsefni seldi í Noregi ýmsa góða gripi frá Vínlandi, þ.á.m. „húsasnotru“ sína. Í því sambandi segir: „... en Karlsefni vissi eigi hvað tré var, en það var mösur kominn af Vínlandi.“ Mösur er annað orð yfir
eik.
hlyn.
ask.
furu.
birki.
Karlsefni flutti af Grænlandi aftur til Íslands og bjó til æviloka
í Glaumbæ í Skagafirði.
á Máná á Tjörnesi.
á Þingeyrum í Vestur-Hópi.
á Undirvegg í Kelduhverfi.
í Úthlíð í Biskupstungum.
Þegar Guðríður Þorbjarnardóttir hafði misst þriðja eiginmann sinn þá
reisti hún gestaskála um þvera þjóðbraut.
gekk hún suður til Rómar.
arfleiddi hún biskupsstólinn að Hólum að öllum eigum þeirra hjóna.
flutti hún aftur til Vínlands.
gaf hún fátækum allar eigur sínar og gerðist förukona á Íslandi.