Hildiríður Högnadóttir

Hildiríður var undurfögur dóttir Högna í Leku.  Högni þessi var auðugur maður en hafði sjálfur komist áfram í lífinu og var ekki af neinni sérstakri ætt.  Örlög Hildiríðar voru ráðin haust eitt þegar hún varð borðdama Björgólfs gamla í Torgum, í veislu nokkurri.

Litlu síðar kom Björgólfur í Leku og þvingaði Högna bónda til að gifta sér Hildiríði.  Hann gat tæpast beðið eftir að komast í eina sæng með henni en til málamynda gerði hann svokallað skyndibrúðkaup til Hildiríðar.  Björgólfur tók hana svo með sér heim til sín, að Torgum.  Þar var öllum augljós andúð Brynjólfs, fullorðins sonar Björgólfs, á Hildiríði og þessu tiltæki gamla mannsins.

Hildiríður eignaðist tvo drengi með Björgólfi, þá Hárek og Hrærek. Þegar Björgólfur dó henti Brynjólfur þeim út af Torgum, um leið og karlinn hafði verið jarðaður.  Hildríður fór þá með strákana til föður síns í Leku og þar ólust þeir upp.  Hildiríður kemur ekki meira við sögu.
 
 

Ætt Hildiríðarsona