Ölvir hnúfa Kárason hefur sjálfsagt verið myndarmaður eins og Eyvindur bróðir hans, en kannski ekki mikill fyrir mann að sjá, a.m.k. þýðir viðurnefnið hnúfa stubbur eða stúfur.

Hann var í víking þegar hann var ungur en lenti svo í því að verða alvarlega ástfanginn, af jarlsdóttur einni í Noregi.  Ölvir bað hennar en var hryggbrotinn.  Þá tók hann upp á því að yrkja ástarljóð (mansöngva) um stúlkuna, sem bræður hennar æfa af reiði, svo þeir vildu drepa Ölvi.  Ölvir flýði þá undir verndarvæng Haraldar konungs hárfagra og gerðist hirðskáld hans.  Ölvir dvaldi við hirð konungs til dauðadags.  Hann reyndi margoft að forða vandræðum í viðskiptum Skalla-Gríms, Þórólfs og Kveld-Úlfs við konung en án árangurs.