Sigríður á Sandnesi


Sigríður var einkadóttir Sigurðar á Sandnesi, sem var vellauðugur.  Hún átti því ein að erfa föður sinn og var þar af leiðandi álitlegur kvenkostur.

Bárður Brynjólfsson bað Sigurð, föður hennar, um hönd hennar.  Það var auðsótt mál og giftust þau og eignuðust einn son.

Þegar Bárður lá fyrir dauðanum óskaði hann eftir því að Þórólfur Kveld-Úlfsson tæki að sér konu sína og son.  Þórólfur flutti Sigríði skilaboðin og af því konungur var þessu samþykkur ákvað Sigríður að ganga að þessu ef það væri föður hennar ekki á móti skapi.   Sigurður tók þessu máli vel og voru þau Þórólfur og Sigríður gift.  Skömmu seinna lést Sigurður og tók Þórólfur þá við búinu á Sandnesi.

Haraldur konungur vóg seinna Þórólf.  Til að sættast við móðurbræður Þórólfs, sem voru hirðmenn Haralds, bauð hann þeim ýmislegt, þ.á.m. ákvað konungur að gifta Eyvindi lamba Sigríði á Sandnesi og afhenda honum jörðina á Sandnesi.  Sigríður sá þann einn kost að láta konung ráða.  Hún giftist því Eyvindi lamba, átti með honum mörg börn og er úr sögunni.

Ætt Hildiríðarsona