[Var Egill alkóhólisti?] [Egill Skallagrímsson]
 

 Í bókinni Tíminn og tárið rekur Óttar Guðmundsson hugmyndir Jellingeks (frá 1960) um þróun alkóhólisma.  Hér er stytt endursögn:

Upphafsstig: Alkóhólistinn drekkur oftast í hófi og getur stjórnað drykkju sinni án teljandi vandræða.  Hann drekkur til að slaka á.

 Aðvörunarstig:  Áfengi skiptir æ meira máli.  Drykkjan einkennist af stjórnleysi og menn verða mjög ölvaðir.  „Sjálfumgleði, dramb og stærilæti eykst þegar drukkið er, en á milli drykkjutúra er nagandi tómleiki og fánýti ríkjandi í sálinni og veldur kvíða og sektarkennd.  Alkóhólistinn drekkur til að fylla upp í tómarúmið.“

Örþrifastig:  Drykkjan veldur æ meiri vandræðum.  „Þolið fer minnkandi og látlaus sektarkennd og söknuður setur mark sitt á hið daglega líf.  Menn reyna í örvæntingu að ná stjórn á drykkju á nýjan leik ...“

Lokastig:  Dagdrykkja er algeng og líkamlegir sjúkdómar sem rekja má til áfengisneyslu setja mark sitt á lífið.

(Óttar Guðmundsson. 1992:148)

Uppfært í apríl 2010
Harpa Hreinsdóttir