Egill í æsku

Þegar Egill fæðist árið 910 er strax ljóst að hann yrði ljótur, mjög sterkur og líkur föður sínum. Egill var orðheppið barn og talaði mikið. Hann var mjög skapmikill og þoldi illa að tapa. Máli okkar til stuðnings koma hér nokkur dæmi.

Foreldrar annarra barna í sveitinni kenndu börnum sínum að tapa fyrir Agli til þess að hann yrði ekki vondur. Ljóst var strax frá byrjun að vín færi illa í Egil en fyrsta "fylleríið" hans var fyrir 3 ára aldur en þá er einnig talið að hann hafi samið sína fyrstu vísu. Til að nefna dæmi um skapofsa Egils, þá drap hann Grím Heggsson eftir að hann hafði niðurlægt hann í ísknattleik. Einnig drap hann uppáhaldsvinnumann föður síns í hegningarskyni fyrir að faðir hans drap Þórð vin hans. Svo til að komast ti l Noregs með bróður sínum Þórólfi, leysti hann landfestar á skipi hans í vondu veðri og munaði litlu að skipið brotnaði í spón og eyðilegðist. Eftir þetta leyfði Þórólfur Agli að koma með sér til Noregs, en þá var Egill orðinn 15 ára gamall. Þegar Egill kom til Noregs róaðist hann nokkuð og náði stjórn á skapi sínu.






Laxdæla Snorra Edda Snorri Sturluson