Ásgerður Bjarnardóttir

Ásgerður fæddist sama ár og Egill Skalla-Grímsson, þ.e. árið 910. Hún var fóstruð af foreldrum Egils og Þórólfs og ólst því upp á Borg á Mýrum ásamt bræðrunum.

Á fullorðinsárum var Ásgerður mjög falleg, vitur og vel að sér.

Þegar Ásgerður var þriggja ára fluttu foreldrar hennar, Björn hersir Brynjólfsson og Þóra hlaðhönd Hróaldsdóttir, til Noregs. Ásgerður bjó á Borg til 17 ára aldurs en þá fór hún ásamt Þórólfi og Agli til Noregs að hitta foreldra sína. Þar bað Þórólfur hennar og þau giftust. Þórólfur dó tveimur árum síðar og giftust Ásgerður og Egill svo tveimur árum eftir lát Þórólfs. Síðan fóru þau til Íslands. Þá höfðu þau verið 12 ár í útlöndum.


Saga Björns hersis og Þóru hlaðhandar

Björn hersir var staddur í veislu og sá þar mjög fallega konu sem honum leist vel á. Hann komst að því að hún hét Þóra. Björn bað hennar en bróðir hennar, Þórir, neitaði. Þá ákvað Björn að ræna henni og fara með hana heim til sín. Faðir Björns var ekki ánægður með hegðun sonar síns og bannaði honum að vera með Þóru. Þá rændi Björn henni aftur og þau sigldu brott úr Noregi. Bróðir Þóru klagaði Björn fyrir konungi og konungur lýsti Björn útlægan úr Noregi.

Björn sigldi með Þóru til Íslands. Þar settust þau að hjá Skalla-Grími á Borg og árið 910 fæddist Ásgerður.

Nokkrum árum síðar fór Þórólfur með Birni og Þóru til Noregs og tókust sættir með þeim Birni og bróður Þóru. Eftir að sættist tókust var hjónaband þeirra talið löglegt. Ásgerður kom svo til þeirra 12 árum síðar. Aldrei var samt gengið almennilega frá rétti Ásgerðar til arfs eftir foreldra sína.

Arfur Ásgerðar

Mynd af Ásgerði




Laxdæla Snorra Edda Snorri Sturluson