Hetjur í Laxdælu

Unnur djúpúðga Ketilsdóttir er hetja því hún kemur ein og óstudd öllu verðmætu, skyldfólki og þjónustufólki úr hættu og án þess að nokkur viti af því. Svo gat hún aflað sér mikils landsvæðis á Íslandi með því að ganga með kú í eftirdragi kringum landið sem hún síðan eignaði sér.

Hrútur Herjólfsson var að okkar mati hetja því að hann, þrátt fyrir að vera gamall, gat stokkið lítið klæddur og drepið mann til að hjálpa frænda sínum. Hrútur er bróðir Höskulds og á 26 börn. Hrútur varð frægur þegar hann var ungur því þegar hann var í Noregi þá var hann í miklu uppáhaldi hjá konungi og móður hans vegna vaskleika síns.

Þá er næstan að telja Höskuld á Höskuldsstöðum. Hann var vænn maður og gjörvilegur og mikill höfðingi, var í virktum hjá Noregskonungi.

Einnig má nefna Ólaf pá Höskuldsson. Hann gat talið stúlku á að giftast sér þó að í byrjun hafi hún ekkert viljað með hann hafa. Hann gat líka flust á stað sem var frægur fyrir mikinn draugagang og kveðið drauginn niður. Ólafur pá kemur Þorleiki úr landi því að Þorleikur og Hrútur verða óvinir. Hann reynir líka að sætta Bolla og Kjartan og gætir þess að gera ekki upp á milli þeirra.

Án hrísmagi (svarti) er vinnumaður Ólafs pá. Án varar Kjartan við því að hann væri í hættu en svo þegar Kjartan lendir í hættu þá stendur Án við hlið hans og berst við ofurefli. En svo þegar Kjartan deyr þá fer hann ásamt fleirum að hefna hans. Þannig sýnir hann hetjuskap.

Ólafur pá getur af sér þá hetju sem var talinn allra manna vænstur sem fæðst höfðu á Íslandi, bar hann af öllum í fríðleik og framgöngu allri, bæði í útliti og atgervi. Sá maður er Kjartan Ólafsson. Hann var mesti kappi í hverskyns íþróttum og vopnfimi. Einnig hafði hann gott lundarfar, þótt hann væri kannski helst til þrjóskur og stór upp á sig. Hann þorir að taka áhættu, t.d. tekur hann fyrstur manna sinna kristna trú og lifir eftir henni. Hann bregst einnig hetjulega við dauða sínum.

Bolli Bollason er mikil hetja. Þrátt fyrir ungan aldur fer hann að hefna föður síns með fleirum. Eftir að hafa gifst Þórdísi Snorradóttur fer hann utan og ferðast víða um heim. Þegar hann kemur heim þá er hann ríkur maður.


Egils Saga Snorra Edda Snorri Sturluson