NJÁLU - fréttir
Íþróttir

Magnús og Eyjólfur skrifa frá Landeyjum

Þegar hausta tók hér í Landeyjum og sólin skein sem hæst urðu fréttaritarar blaðsins varir við mikið hestaat. Þar leiddu saman hesta sína Gunnar bóndi á Hlíðarenda og Starkaður Barkarson, sem átti hinn hestinn, rauðan á lit og mikilfenglegan.

Bardaginn fór fjörlega af stað og skemmtu áhorfendur sér allir mjög vel. Leiðindaatvik átti sér stað þegar Þorgeir Starkaðarson og vinur hans úr Sandgili, Kolur Egilsson, beittu fólskubrögðum er þeir hrintu hestunum. En aðeins fyrir snarræði Gunnars, sem skarst í leikinn, fengu þeir það tvöfalt til baka, því hestur þeirra datt á þá og svo buffaði Gunnar þá alveg í spað, báða tvo.

Hest Gunnars þurfti að aflífa því hann fótbrotnaði. Dómari leiksins mætti ekki og það eru alvarleg tíðindi fyrir Hestasamband Suðurlands, því ljóst er að dómari hefði getað afstýrt óförum beggja aðila.

Pálmi, 4. E


Fletta áfram...
Fletta til baka...
Aftur á forsíðu...