NJÁLU - fréttir
Spurningar

Hve vel kanntu Njálu?

1. Hver mælti svo og um hvern?:

"Það mundi mælt ef ótiginn maður væri að grátið hefði."

Svar 1

2. Hverjir eiga þessi orðaskipti?:
"Ekki munduð þér þá vera vopnaðir ef þér ætluðuð það og mun annað vera erindið."
"Laxa skulum vér veiða faðir ef vér rötum eigi sauðina."

Svar 2

3. Hver mælti svo?:
"Heimskur maður ert þú og óráðhollur. Þú hrópar sonu Njáls og sjálfan hann en þó er mest vert er slíkt sem þú hefir áður að gert við þá og mun þetta vera þinn bani."

Svar 3

4. Hver sagði svo?:
"Ég hét að færa Hildigunni höfuð þitt, Gunnar."

Svar 4

5. Hverjum er lýst svo og hver lýsir?:
"Þú hefir kartnagl á hverjum fingri en hann er maður skegglaus."

Svar 5

6. Hver sagði svo?:
"Fögur er hlíðin svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún, og mun ég ríða heima aftur og fara hvergi."

Svar 6

7. Hverjum er svo lýst?:
"Hann var mikill maður vexti og styrkur, vígur vel, syndur sem selur, manna fóthvatastur, skjótráður og öruggur, gagnorður og skjótorður en þó löngum vel stilltur. Hann var jarpur á hár og sveipur í hárinu, eygður vel, fölleitur og skarpleitur, liður á nefi og lá hátt tanngarðurinn, munnljótur nokkuð og þó manna hermannlegastur."

Svar 7

8. Hver mælti?
"Eigi þarft þú að líta á, jafnt er sem þér sýnist,
af er fóturinn."

Svar 8

9. Hver mælti svo og af hvaða tilefni?:
"Fleiri gerast nú vígamenn en eg ætlaði."

Svar 9

10. Hver sagði?:
"Vera má að gott sé verkið en verra verður mér við en eg ætli að gott muni af leiða."

Svar 10

Þessar spurningar sömdu Teitur og Gunnar


Fletta áfram...
Fletta til baka...
Aftur á forsíðu...